smá pælingar.

Hef mikið verið að spá í lífið og tilveruna upp á síðkastið.  Afhverju þarf hamingjan að vera talinn í utanlandsferðum, flottum bílum og flottheitum.  Verð alveg að viðurkenna að ég hef ekki öfundast út í "ríka" fólkið á Íslalndi heldur meira spáð í því hvort það haldi að hamingjan felist í því hvað sé hægt að kaupa flott og hvar er hægt að græða mest.  Síðan hefur komið í ljós að þessir einstaklingar hafa tekið lán fyrir öllu.  Ekki skrýtið að þeir hafi getað verslað svona mikið.

Hamingjan í mínum augum er samvera með fjölskyldu og vinum.  Þetta sumarfrí hefur að mestu verið þannig hjá mér.  Reyndar stakk unglingurinn af í tvær vikur og skellti sér í sumarbúðir og unnustinn hefur verið að vinna í húsinu sem við erum að byggja. Og eina ástæðan fyrir því að við erum að byggja er sú að við viljum tryggja unglingnum gott aðgengi að eigin heimili.  Við erum búin að ferðast aðeins um norðurlandið, skelltum okkur vestur í fjörðinn okkar fagra og nutum samveru með ættingjum unnustanns og síðan auðvitað á bæjarhátíðinni sem er alltaf síðustu helgina í júlí.

Reyndar hef ég mikið verið á flakki hér í kring.  Afhverju nýtir maður ekki meira útiverunnar í Elliðaárdalnum eða grasagarðinum.  Það þarf ekki að kosta peninga það sem maður er að gera.  Set nokkrar myndir sem ég hef tekið á flakki okkar upp á síðkastið.

Knús og kram til ykkar allra.

P1015622P1015777P1015961P1015954P1015979

P1016169P7050087P7130026P7300001P7300025

P7300019P7310077P7310105


langt síðan ég hef skrifað

Það er margt búið að vera að gera þannig að maður hefur hreinlega gleymt blogginu.  Hef reyndar gleymt mér aðeins á Facebook eins og flestir og síðan er búið að vera mikið að gera í húsbyggingu hjá unnustanum þannig að ég hef verið á fullu að sinna púkunum mínum tveim.

Húsbyggingin gengur mjög vel.  Erum komin með steypta útveggi og burðarveggi og á þriðjudaginn á að fara að byrja á neðra þakinu.  Draumurinn er að vera komin í fokhelt fyrir haustið.  Sala á íbúðinni gengur ekkert.  Það er eitt par búið að koma að skoða og þau gerðu ekki einu sinni tilboð.  Eins og ástandið er núna er maður frekar stressaður með þetta allt saman.  Reyndar reyni ég að taka Pollýönnuhugsun á þetta og hef fasta trú á því að við seljum fyrir haustið og verðum komin í nýja húsið fyrir næsta vor Wink

Unglingurinn er búin með annað árið sitt í fjölbraut og fékk mjög góða umsögn.  Hann náði flest öllum þeim áherslum sem settar voru fyrir hann og greinilega nýtur sín vel í skólanum.  Gaurinn er að byrja síðasta árið sitt í leikskóla og er mikið farin að spá í hvaða skóla hann fari í næst og þegar hann er búin í grunnskóla ætlar hann að fara í MK.  Ágætt að vera með áætlunGrin.

Enda þetta með myndir af húsinu sem ég tók í byrjun júní.  Njótið lífsins.

Knús og kram

P6060038P6060037


Fallegt lag.

Ég er búin að vera heilluð af vissu lagi í langan tíma og vissi aldrei hver söng það.  Núna í vikunni fann ég það á Youtube að sjálfsögðu Tounge og vildi endilega deila því með ykkur.

Njótið


breyting á nafni og smá fréttir.

Ég hef verið skömmuð í svolítinn tíma fyrir að kalla yngri son minn litla prins.  Fólki finnst það ekki alveg passa við hann þar sem hann verður 5 ára á þessu ári og er ekki mikið englabarnTounge.  Héðan í frá verður hann kallaður gaurinn eða litli gaurinn.  Þá að færslu dagsins.

Í morgun eignaðist systir mín og maðurinn hennar lítinn prins (sem verður héðan í frá kallaður litli prins).  Hún átti á Selfossi svo stóra systir kemst ekki strax að líta á gullmolann.  Fékk senda mynd í símann og er búin að sitja hálf dolfallin yfir litla prinsinum.  Fór strax eftir vinnu í vinnuna til mömmu og pabba til að sýna þeim mynd af honum.  Allir auðvitað bráðnuðu yfir fegurð hans (ekki langt að sækja það til frænku Wink, segi bara svona).  Síðan fór ég í Adams og ég gjörsamlega missti mig þar inni.  Þurfti að stoppa mig af en keypti samt smá af fötum á hann.  Í morgun þegar ég sagði gaurnum mínum frá því að hann myndi eignast litla frænku eða frænda í dag sagði hann við mig:  "Þetta er strákur" og stuttu seinna heyrðist "hann má heita alveg eins og ég".  Bara sætur.  Ég hlakka ekkert smá til að geta komist til litla prins og fá hann "live". 

Þangað til næst.  Knús og kram


Gullkorn

Litli prins kemur oft með skemmtileg gullkorn og eitt þeirra kom í gær.

Við vorum að fara í gengum nokkra poka af ungbarnafötum til að lána systir minni.  Litli prins var mjög áhugasamur um þessi föt og spurði hver ætti þau, ég auðvitað sagði honum að þetta væru föt síðan hann hefði verið lítill og nú ætluðum við að lána Bryndísi þau.  Hann spáði í smá stund og sagði svo: " já og svo fáum við þau aftur fyrir okkar litla barn".  Ég saðgi honum að það væri ekki að fara að koma lítið barn hjá okkur, þá horfði hann á mig með stóru brúnu augunum og sagði: " Jú þegar barnið kemur úr bumbunni hans pabba".Grin  Ég verð að viðurkenna að ég átti erfitt með að skella ekki upp úr en einhvernveginn hélt ég andliti og sagði honum að pabbar væru ekki með barn í maganum,  svarið sem ég fékk var " jú pabbar eru víst stundum með barn í maganum og afar líka"

 

 


Annáll 2008

Ég er búin að vera að fara yfir síðastliðið ár hjá fjölskyldunni.  Það var kannski ekki margt sem gerðist en það eru þó nokkrir hlutir sem standa upp úr.  Janúar, febrúar og mars voru frekar rólegir.  Farið á jólaball hjá Vildarbörnum í janúar en annars var öllu tekið rólega.  Í apríl var hin langþráða Vildarbarnaferð farin og fjölskyldan skellti sér til Orlando Flórída ásamt mömmu og pabba.  Yndislegri ferð hef ég aldrei farið.  Það var svo gaman að sjá hvað Unglingnum mínum leið vel í hitanum og hvað allir voru glaðir og ánægðir.  Fórum og skoðuðum Kennedy space center, Magic kingdom í Disney world, Universal studios og Island of adventure.  Þvílíkt fjör sem það var.  Auðvitað var það alltaf skuggi á ferðinni að hjólastólinn týndist.  Núna fer maður bara að safna fyrir næstu ferð Wink.  Í maí fór allt á annan endann hjá systir minni og fjölskyldunni hennar þegar Suðurlandsskjálftin reið yfir og Sæta spæta frænka mín varð 7 ára.  Þá fengum við líka þær fréttir að lítið frændsystkini myndi líta dagsins ljós á nýju áriGrin.  Í júní var systir og fjölskyldunni hennar hjálpað við flutninga.  Júlí var sumarfrísmánuður fjölskyldunnar.  Fórum vestur, unglingurinn fór í 2 vikur í sumarbúðir og naut sín geysilega mikið.  Restin af fjölskyldunni fór aftur vestur og í sumarbústað á Laugavatni.  Fórum yfir Snæfellsjökulsháls með vinafólki okkar en veðrið var ekki alveg með okkur, grenjandi rigning og þoka yfir öllu.  Í sumarbústaðnum nutum við okkar á heitustu dögum sumarsins.  Í ágúst var Reykjadalsballið eitt skemmtilegasta ball sem getið hefur verið um og Unglingurinn gerði okkur þann grikk að byrja að krampa aftur eftir 9 ára krampalaust tímabil.  Í september var tekinn skóflustungan á nýja húsinu okkar og litli prins varð 4 ára.  Byrjað var á grunninum í október og um sama leiti fór allt á annan enda í samfélaginu.  Íbúðin var sett á sölu og hefur ekki verið spurt eftir henni.  Í nóvember áttu Unglingurinn og Unnustinn afmæli en annars var það bara rólegt hjá okkur.  Náðum loks að koma á réttum lyfjaskammti hjá Unglingnum og hefur ekki borið á krömpum eftir það.    Og undur og stórmerki gerðust í nóvember ..........hjólastóll unglingsins fannst eftir að hann týndist í apríl.  Hann fannst á Flórída á svæði Dollar bílaleigunnar og var orðinn frekar skítugur og slappur.  Var lappað upp á hann hjá Hjálpartækjamiðstöðinni og fáum við hann í hendurnar um leið og stærri fótabönd verða sett á hann.  Desember er bara búin að vera rólegur og nice.  Jólin yndisleg, fórum vestur á 2 í jólum og vorum þar yfir helgi.  Bara næs.  Áramótin héldum við hátíðleg heima með mömmu og pabba og var það mjög gaman.

Þetta er áramótaannáll minn í stuttu broti.

Stefni á að blogga meira á þessu ári.  Knús og kram


Mig langar að horfa á mynd

Litla prins finnst voða gaman að finna ný nöfn á myndirnar sem hann er að horfa á.  Maður er oft í stökustu vandræðum að vita hvaða myndir hann er að tala um og hann pirrast yfir því að maður fatti ekki hvað hann er að meina.  Ég ákvað að setja nokkur nöfn hérna svo vinir og ættingjar geti séð um hvaða myndir hann er að tala þegar hann er hjá þeim.

Nótt alla jörðu hér- Lion King 2- stolt simba (þetta tengist eitthvavð fyrsta laginu í myndinni)

Þessi í grænu peysunni- Hringjarinn frá notre dame

klabbidiklats- Ant bully

Veiðitímabilið hefst eftir þrjá daga- Skógarstríð

nadidnaja- Lion King 1 og 3

Dúfan- Valiant dúfa

tölvuleikjakallinn- sonic underground.

Þetta er það sem ég man í bili.  Skiljiði afhverju maður getur pirrast stundum þegar hann biður um mynd til að sjá Tounge


Alltaf nóg að gera

Það er alltaf gaman að sjá fréttir frá gamla heimabænum.  Sérstaklega þegar mágur manns á í hlut.  Hann er hafnarvörður í Grundarfirði og litla prins finnst alltaf gaman að kíkja á höfnina og spjalla við frænda sinn þegar við erum fyrir vestann.  Varð bara að blogga aðeins þegar ég sá þessa fréttTounge
mbl.is Í nógu að snúast í Grundarfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag....

klukkan 13.40 voru 17 ár síðan unglingurinn minn kom í heiminn.  alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.  Mér finnst ekki vera svona langt síðan og að ég eigi 17 ára gamalt barn, unbeliveableGrin.  Við buðum mömmu, pabba, bróa og kærustinni hans og síðan systir og dóttir hennar í mat.  Buðum upp á lambasteik og ís í eftirmat.  Þvílíkt gott mmmmmmmmmmmmmmmmmmm.  Enda var það sæll og glaður unglingur sem lagðist upp í rúm og nánast sofnaði strax yfir myndinni sem hann fékk í afmælisgjöf frá litla prins.

Við fórum með litla prins í leikhús á sunnudaginn.  Kíktum á Einar Áskel og var það rosalega gaman.  Þetta leikrit er í 40 mínútur og hélt athyglinni allan tímann.  Þegar við vorum að labba að bílnum heyrðist í litla prins: "og á hvaða leikrit eigum við að fara næst"?  Bara fyndinn.  Ætli við förum ekki með hann á Skilaboðaskjóðuna fljótlega.  Erum að spá í að fara með strákana á High school musical 3 um helgina.  Unglingnum finnst mjög gaman af þessum myndum og litli prins er alltaf til í að fara í bíó.

Fórum í dag í íþróttaskólann en við ætluðum ekki að fara þessa önnina en ég lét til leiðast þar sem litli prins er búin að vera að biðja um þetta frá því snemma í haust og ég er búin að sjá að hann þarfnast þessarar útrásar.  Enda er mjög þreyttur prins sem liggur upp í rúmi eins og skotinnWink.

Farið vel með ykkur

knús og kram


Leikhús og fleira.

Í gær fórum við hjónaleysin ásamt tengdafólki mínu út að borða og síðan í leikhús.  Kíktum á Fló á skinni og var það mikið fjör.  Skil vel að þetta leikrit sé svona vinsælt.  Ekta farsi. Manni var farið að verkja í magann á tímabili, og ýmsir frasar eiga eftir að láta mann fara að hlægja á næstu dögum.  Áður en við fórum á leikhúsið fengum við okkur að borða á Kringlukránni.  Mjög fínn matur og skemmtilegt andrúmsloft. 

Í dag ætlum við að taka því rólega.  Spurning um að baka eitthvað og síðan í heimsókn í kvöld.  Bauð herrunum mínum upp á hafragraut í morgun og síðan var ég með ameríkskar pönnukökur, beikon og egg í brunch.  Tengdamamma kom í smá heimsókn og naut þessara veitinga. 

Erum búin að fá niðurstöður úr hluta af blóðprufunum og komu þær vel út.  Á að tala aftur við lækninn hans á mánudaginn og þá fáum við niðurstöðurnar úr restinni.  Krossleggjum fingur og vonum að þær haldi áfram að vera svona góðar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband