Læknaheimsókn og minningabrot

Við fórum í morgun til læknis Unglingsins.  Eins og alltaf var Unglingurinn voða kátur þegar hann sá Barnaspítalann.  Veit það að hann fær alltaf alla athyglina þar.  Enda var það ekki spurning, um leið og hann hitti þau sem þekkja hann var eins og hann væri einn í heiminum.  Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur á meðan hann er knúsaður og kyssturTounge.  Spjölluðum helling við læknin og síðan voru teknar blóðprufur til að sjá hver lyfja-, lifrar og blóðstatus er hjá honum.  Fáum síðan að vita niðurstöðurnar á fimmtudaginn.  Reyndar voru fréttirnar ekki eins góðar og við vildum.  Þurfum að fara aftur til læknisins eftir 6 vikur en ekki eftir 6 mánuði eins og þetta er búið að vera síðustu árFrown.  Unglingurinn fékk eitt störuflog inni hjá lækninum og hann vill skoða eitthvað meira hjá honum og því líða bara sex vikur á milli tíma.  Ætlar reyndar að sjá hvað kemur út úr blóðprufunum og síðan verður áframhaldið ákveðið.  Núna er ég bara að gíra mig niður í þennan pakka.  Það er svolítið erfitt að vera að breyta eftir svona langan tíma.  En þetta er það verkefni sem Guð lét mér í hendur og ég verð að vinna í því eins og best er á kosið.  Við erum með bestu og frábærustu læknana og í sameiningu komumst við að því af hverju þetta er að gerast hjá Unglingnum.

Ég er búin að vera mikið að hugsa um allt sem hefur á daga okkar drifið í þau tæplega 17 ár sem ég er búin að hafa Unglinginn hjá mér.  Hversu oft hann er búin að liggja á sjúkrahúsi, hversu oft ég er búin að vera næstum því búin að missa hann og hversu oft þessar elskur sem eru í heilbrigðisstéttinni hérna hafa bjargað honum og gefið honum bestu meðferð sem hægt er að bjóða.  Ég var að tala við konu sem býr í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og hún var svo glöð að heyra um allt sem er gert hérna.  Frír spítali, lyf, hjálpartæki, bleijur og þær greiðslur sem foreldrar fatlaðra-/ langveikra barna á Íslandi fá.  Ég væri löngu farin á hausinn ef ég byggi t.d. í Bandaríkjunum.  Læknarnir hérna eru á heimsmælikvarða og hafa í a.m.k. okkar tilfelli reynt allt til að finna hvað gæti verið að Unglingnum.  Það situr alltaf fast í mér þegar Unglingurinn fékk lifrabólguna þegar hann var 18 mánaða.  Það eina sem var eftir í stöðunni ef líkaminn hans myndi ekki geta lagfært þetta sjálfur með hjálp sýklalyfja (að mig minnir) væri lifraígræðsla.  En afþví að hann er fatlaður var hann ekki í forgangi fyrir ígræðslu.  Það yrði alltaf athugað með aðra fyrst því að lyfin hans vinnast öll í gegnum lifrina, hann er fatlaður og var/er með minni lífslíkur en aðrir.  Það sat hjá mér prestur í 2 daga og ræddi við mig um allt milli himins og jarðar.  Hann var að undirbúa mig undir það að missa prinsinn minn sem lá í sjúkrarúminu allur út í slöngum og tækjum, svona alvarlegt var ástandið orðið.  Síðan gerðist kraftaverkið, lifragildin fóru að falla og læknarnir báðu mig um að stroka út það sem þeir báðu mig um að hafa bak við eyrað í sambandi við lifraígræðsuna.  Þegar hann fór síðan í myndatöku á lifrinni nokkrum dögum eftir að hann vaknaði upp úr dáinu spurðu röntgentæknarnir mig að því hvort ég væri ekki örugglega með lifrarbarnið, ég sagði auðvitað jú og þær sögðust aldrei á ævinni hafa séð neinn vera eins fljótan að lagast eins og Unglinginn.  Það voru ekki einu sinni sprungur í lifrinni eins og átti að vera miðað við það sem á hafði gengið.  Og eins og hann hefur verið kallaður síðan Hann er kraftaverk.

Farið vel með ykkur

Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Angakallinn, það hefur oft munað litlu með hann blessaðan en sem betur fer er hann hér enn.

Knús á þig yndislegust

Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 08:16

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kraftaverkin gerast enn. Það er alveg á hreinu.

Til hamingju með þennan glaða gutta. Ég vona að niðurstöður verði eins og best er hægt að vonast eftir.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband