ÚFF PÚFF

Niðurstöðurnar úr blóðprufum Unglinsins voru að koma í hús í dag.  Og því miður hafa lyfjagildin ekki farið nógu mikið upp og hann heldur áfram að fá smá flog.  Varð ferlega svekkt þegar læknirinn hans sagði mér niðurstöðurnar, sérstaklega þegar hann talaði um að ekki væri æskilegt að auka lyfið sem var aukið síðast meira því hann er komin á svo stóran skammt að það er ekki gott að vera að auka það meira.  Því var aukið við hann lyf sem hann er búin að vera á sama skammtinum í nánast 5 ár.  Ef þessi aukning lagar ekki þessa krampa í honum er planið að skipta út einhverjum af lyfjunum hans fyrir nýtt lyf.  Held að það verði bara betra því þá er hann á færri lyfjum og minni skömmtum.  Æ þetta er svo ruglingslegt. 

Ég á að hafa samband við læknin hans eftir 2 vikur ef hann heldur áfram að fá einhverja krampa eða er slappari en vanalega, annars hittum við hann 21 október og þá verður farið aftur yfir stöðuna.  Vona bara hans vegna að þetta fari að lagast.

Við erum bara þrjú á heimilinu núna því unnustinn þurfti að skreppa til Saltvatnsborgar (Salt Lake city) í dag og kemur aftur heim á laugardagsmorgun.  Kannski er ég meira stressuð núna en áður af því að hann er ekki heima.  Það er svo gott að geta talað saman á kvöldin þegar gaurarnir eru sofnaðir og taka stöðuna hjá hvort öðru.  Veit ekki hvort ég heyri eitthvað í honum í kvöld eða bara í fyrramálið þegar hann verður komin á áfangastað.  Kemur bara í ljós.

Farin til að knúsa gullin mín tvö.  Unglingurinn er ekki alveg eins og hann á að sér að vera núna.  Smá tikk og vesen.

Þangað til næst.  Farið vel með ykkur , knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Músin mín, farðu vel með þig og vonandi leysist allt með unglinginn þinn

Ragnheiður , 15.9.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Marta smarta

Vonandi er allt í góðum gangi hjá ykkur.  Knús knús

Marta smarta, 21.9.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona líka að allt gangi vel kæra Bergdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband