Afmæli og húsasmíðar

Í gær varð yndislegi litli prinsinn minn 4 ára.  Mér finnst það svo ótrúlegt að það séu komin 4 ár síðan hann skaust í heiminn.  Þessi litli gleðigjafi.  Auðvitað var haldin afmælisveisla fyrir hann og þvílíkt fjör sem það var.  Hellingur bakaður, heitir réttir og hin ýmsu sallöt.  Þegar við gáfum honum pakkan frá okkur spurðan mig að því hvort það ætti ekki að etja upp jólatréið.  Ég spurði á móti afhverju, þá svaraði hann á ekki að vera jólatré þegar maður fær pakka.  Maður þurfti að taka á öllum sínum að springa ekki úr hlátri og segja honum að tréið yrði sett upp þegar jólin kæmu.  Hann er eitthvað voða spenntur yfir þessu öllu saman.  Ég vil þakka öllum sem komu og þakka fyrir allar fallegu gjafirnar sem hann fékk.  Hann er búin ða vera mjög duglegur að leika sér að öllu dótinu sem hann fékk en það verður samt að viðurkennast að þrennt dót stendur ofar en öll hin.  Það er EVE vinkona Wall-e, bílabrautin frá bróðir hans og Turtles kall og hjól sem hann var á.  Síðan fékk hann tvö spil sem hann er búin að leika sér mikið með.  Við erum  búin að spila og hlægja mikið.  Annað er 3-D samstæðuspil og hitt er tré sem maður á að taka í laufblöð og passa upp á að maður kippi ekki í það sem hleypur öllum pöddunum út.  Bara skemmtilegt.

Unnustinn er búin að vera upp í lóð síðustu daga að byrja undirbúning á sökkli.  Fáum kubbana í vikunni svo það verður hægt að steypa fljótlega.  Ég er með svona kvíða- spennuhnút í maganum.  Mér finnst þetta rosalega spennandi allt en kvíði fyrir hvernig verði að fjármagna þetta og hvort allt muni ekki hækka upp úr öllu valdi.  Það kemur bara í ljós. 

Farið vel með ykkur.  Knús og kram  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með hann.

Vonandi verður allt í lagi með húsið og það allt, ekki gáfulegt ástand eins og sakir standa

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Innlit og kvitt.

Njóttu dagsins, lífsins og alls sem þér er annt um.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 3.10.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með með prinsinn þinn. Vonadi gengur vel með húsið.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.10.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband