Í dag....

klukkan 13.40 voru 17 ár síðan unglingurinn minn kom í heiminn.  alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.  Mér finnst ekki vera svona langt síðan og að ég eigi 17 ára gamalt barn, unbeliveableGrin.  Við buðum mömmu, pabba, bróa og kærustinni hans og síðan systir og dóttir hennar í mat.  Buðum upp á lambasteik og ís í eftirmat.  Þvílíkt gott mmmmmmmmmmmmmmmmmmm.  Enda var það sæll og glaður unglingur sem lagðist upp í rúm og nánast sofnaði strax yfir myndinni sem hann fékk í afmælisgjöf frá litla prins.

Við fórum með litla prins í leikhús á sunnudaginn.  Kíktum á Einar Áskel og var það rosalega gaman.  Þetta leikrit er í 40 mínútur og hélt athyglinni allan tímann.  Þegar við vorum að labba að bílnum heyrðist í litla prins: "og á hvaða leikrit eigum við að fara næst"?  Bara fyndinn.  Ætli við förum ekki með hann á Skilaboðaskjóðuna fljótlega.  Erum að spá í að fara með strákana á High school musical 3 um helgina.  Unglingnum finnst mjög gaman af þessum myndum og litli prins er alltaf til í að fara í bíó.

Fórum í dag í íþróttaskólann en við ætluðum ekki að fara þessa önnina en ég lét til leiðast þar sem litli prins er búin að vera að biðja um þetta frá því snemma í haust og ég er búin að sjá að hann þarfnast þessarar útrásar.  Enda er mjög þreyttur prins sem liggur upp í rúmi eins og skotinnWink.

Farið vel með ykkur

knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með hann.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband