Annáll 2008

Ég er búin að vera að fara yfir síðastliðið ár hjá fjölskyldunni.  Það var kannski ekki margt sem gerðist en það eru þó nokkrir hlutir sem standa upp úr.  Janúar, febrúar og mars voru frekar rólegir.  Farið á jólaball hjá Vildarbörnum í janúar en annars var öllu tekið rólega.  Í apríl var hin langþráða Vildarbarnaferð farin og fjölskyldan skellti sér til Orlando Flórída ásamt mömmu og pabba.  Yndislegri ferð hef ég aldrei farið.  Það var svo gaman að sjá hvað Unglingnum mínum leið vel í hitanum og hvað allir voru glaðir og ánægðir.  Fórum og skoðuðum Kennedy space center, Magic kingdom í Disney world, Universal studios og Island of adventure.  Þvílíkt fjör sem það var.  Auðvitað var það alltaf skuggi á ferðinni að hjólastólinn týndist.  Núna fer maður bara að safna fyrir næstu ferð Wink.  Í maí fór allt á annan endann hjá systir minni og fjölskyldunni hennar þegar Suðurlandsskjálftin reið yfir og Sæta spæta frænka mín varð 7 ára.  Þá fengum við líka þær fréttir að lítið frændsystkini myndi líta dagsins ljós á nýju áriGrin.  Í júní var systir og fjölskyldunni hennar hjálpað við flutninga.  Júlí var sumarfrísmánuður fjölskyldunnar.  Fórum vestur, unglingurinn fór í 2 vikur í sumarbúðir og naut sín geysilega mikið.  Restin af fjölskyldunni fór aftur vestur og í sumarbústað á Laugavatni.  Fórum yfir Snæfellsjökulsháls með vinafólki okkar en veðrið var ekki alveg með okkur, grenjandi rigning og þoka yfir öllu.  Í sumarbústaðnum nutum við okkar á heitustu dögum sumarsins.  Í ágúst var Reykjadalsballið eitt skemmtilegasta ball sem getið hefur verið um og Unglingurinn gerði okkur þann grikk að byrja að krampa aftur eftir 9 ára krampalaust tímabil.  Í september var tekinn skóflustungan á nýja húsinu okkar og litli prins varð 4 ára.  Byrjað var á grunninum í október og um sama leiti fór allt á annan enda í samfélaginu.  Íbúðin var sett á sölu og hefur ekki verið spurt eftir henni.  Í nóvember áttu Unglingurinn og Unnustinn afmæli en annars var það bara rólegt hjá okkur.  Náðum loks að koma á réttum lyfjaskammti hjá Unglingnum og hefur ekki borið á krömpum eftir það.    Og undur og stórmerki gerðust í nóvember ..........hjólastóll unglingsins fannst eftir að hann týndist í apríl.  Hann fannst á Flórída á svæði Dollar bílaleigunnar og var orðinn frekar skítugur og slappur.  Var lappað upp á hann hjá Hjálpartækjamiðstöðinni og fáum við hann í hendurnar um leið og stærri fótabönd verða sett á hann.  Desember er bara búin að vera rólegur og nice.  Jólin yndisleg, fórum vestur á 2 í jólum og vorum þar yfir helgi.  Bara næs.  Áramótin héldum við hátíðleg heima með mömmu og pabba og var það mjög gaman.

Þetta er áramótaannáll minn í stuttu broti.

Stefni á að blogga meira á þessu ári.  Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband