Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.9.2007 | 22:11
Sýning í Þjóðminjasafninu
Fór í dag í Þjóðminjasafnið að hitta konu sem heitir Margrét. Ástæðan fyrir þessari heimsókn er sú að ljósmyndarinn Mary Ellen Mark er að byrja með sýningu sem heitir Undrabörn eða Extraordanary child. Þetta eru myndir af börnum sem eru annað hvort í Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla eða Lyngási. Margrét vildi hitta aðstandendur barna sem Mary Ellen tók myndir af og eru á sýningunni. Það er verið að leggja lokahönd á uppsetninguna og lýst mér mjög vel á.
Þessi sýning verður formlega opnuð á laugardaginn og verður opin til 28. janúar 2008. Það eru tvær myndir af unglingnum mínum og finnst mér þær báðar frábærar. Í tilefni af sýningunni var öllum fjölskyldunum gefin bók sem var gefin út í tengslum við þessa sýningu. Ég er búin að sitja hérna heima og skoða hana spjaldana á milli með tárin í augunum. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig hún hefur náð myndum af fólkinu og maður sér nánast karakterinn skína í geng. Litli prins fór með mér og var fljótur að finna myndirnar af bróðir sínum og tilkynnti öllum sem vildu heyra að hann ætti þennan bróðir. Mér fannst það bara sætt
Endilega ef þið hafið tíma á næstu mánuðum kíkið við og sjáið myndir af yndislegustu einstaklingum í heimi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.9.2007 | 19:44
Kjúllauppskriftir
eins og ég var búin að lofa að gera.
Kjúklingalasange
5-6 kjúllabringur
1/2 laukur
1 stór rauð paprika
1 bréf Burrito kryddmix
2 krukkur Taco medium sósa
1/2 l. matreiðslurjómi
6 tortillas pönnukökur eða 8 fajitas (þær eru minni)
Kjúklingabringurnar eru skonar í teninga svo og laukurinn og papikan.
Laukurinn steiktur á pönnu ásamt paprikunni, fært á disk. Kjúklingabringurnar steiktar á pönnu og lauk og papriku bætt út í og kryddað með Burrito mixinu. Þegar kjúllinn er steiktur er sósunni og rjómanum bætt út í og látið malla í smá stund
Sett í eldfast mót. Smá sósa fyrst, pönnukökur og kjóklingasósa til skiptis. Efst kjúklingasósa og ostur yfir. Bakað í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn hefur bráðanað og brúnast svolítið.
Kjúllaréttur sem ég fékk frá Bryndísi systir.( með smá breytingum frá mér)
1. pakki lundir
1 poki teriaky sósa
1. poki Spínat
1/2 Cantalope melóna
furuhnetur
kókosflögur frá Sollu grænu
Kjúllinn skorinn aðeins meira niður og settur í eldfast mót ásamt teriaky sósunni. Bakað í c.a. 25 mín í 200°C heitum ofni.
Furuhnetur og kókosflögur ristaðar
Cantalope melónan skorinn í teninga og blandað saman við spínatið.
Furuhnetum og kókosflögum stráð yfir salatið
Verði ykkur að góðu.
Bergdís
3.9.2007 | 19:16
Fín helgi
Við hjónaleysin ákváðum á föstudaginn að skella okkur vestur á Grundarfjörð yfir helgina. Nutum þess að vera í sveitasælunni með litla prins og kíkja í nokkrar heimsóknir. Á laugardaginn fórum við Hákon í heimsókn til Öddu bloggvinkonu ( og konu frænda míns) og var það mjög fínt. Systir hennar var þar líka með fjölskylduna sína. Við sátum og auðvitað þegar ég er nálægt var farið að tala um mat og hinar ýmsu uppskriftir og veitingastaði. Ég lofaði að setja nokkar uppskriftir á síðuna svo næstu færslur verða líklega uppskriftir.
njótið góðs
Bergdís
30.8.2007 | 20:58
Ljúfsárt
Ég var að fara í gengum póstinn sem kom í dag. Þar var bréf stílað á mig og unglinginn. Það var frá ökukennara hér í bæ sem var að auglýsa þjónustu sína. Auðvitað er unglingurinn minn kominn á þennan aldur en þar sem hann er einstakt barn mun hann aldrei verða þess heiðurs aðnjótandi að setjast undir stýri og keyra bíl. Þetta er svolítið ljúfsárt en Pollýannan ég sé bara fyndnu hliðina á þessu. Var að spá í að hringja í manninn og spyrja hvernær hann vildi byrja. Fara síðan með unglinginn minn út og segja góða skemmtun.
En svona er lífið. Við erum víst bara kennitölur í kerfinu og ekki hægt að sjá hvort einstaklingur sé heill heilsu eða ekki.
Varð bara að deila þessu með ykkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.8.2007 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2007 | 20:01
Tíminn fljótur að líða.
Var að fatta það að það eru 10 ár síðan við fluttum frá Grundarfirði til Kópavogs. Manni finnst eins og það hafi gerst í gær (eða næstum því). Á þessum tíu árum síðan við fluttum höfum við stigið menntaveginn, fjölgað um einn í fjölskyldunni og flutt einu sinni. Auðvitað veit maður að þetta er ekki merkilegt fyrir aðra en stórir hlutir í þessari fjölskyldu.
Þrátt fyrir að það sé kominn svona langur tími síðan við fluttum finnst manni alltaf jafn gaman að fá fréttir að "heiman". Ég hef haft það fyrir venju eftir að vikublaðið fór að vera á netinu að setjast niður og renna í gegnum blaðið. En ég er búin að sjá það að maður er nánast hættur að þekkja fólkið sem skrifar greinarnar, er á myndunum og klórar sér í hausnum þegar maður les hamingjuóskir með nýfædda einstaklinga. Þegar við förum vestur höfum við varla þekkt fólkið út á götu og tengdamamma fær oft spurninguna hverjir eru þetta? Eða hvaða barn er þetta? Kannski ekki skrítið þegar maður kemur svona sjaldan í gamla þorpið sitt og þegar maður kemur er maður nánast bara út í sveit og nýtur kyrrðarinnar. En þrátt fyrir það fer maður alltaf aftur og les blaðið því það er aldrei að vita hvenær maður þekkir einhvern í blaðinu .
þangað til næst
Bergdís
27.8.2007 | 21:06
Sár ungur herramaður
Í dag var litli prinsinn minn úti að leika sér meðan ég aðstoðaði unglinginn. Eftir svolitla stund hætti ég að heyra í honum og fór út að athuga með hann. Allt í einu heyrði ég mjög sárann grát og óskir um að mamma kæmi til hans. Kom hann hágrátandi til mín. Auðvitað var það fyrsta sem ég hélt að hann hefði slasað sig en á milli ekkasoganna sagði hann mér að hann hafði týnt fína manchester boltanum sínum . Þvílíka sorginn sem varð hjá þessum unga herramanni að hafa glatað uppáhaldis boltanum sínum. Sorginni létti aðeins þegar pabbi lofaði að gefa honum nýjan ef þessi kæmi ekki í leitirnar. Ef ég fengi að ráða þá yrði þetta mesta sorgin sem hann þarf að upplifa.
Svo ef þið eruð á flakki í suðurhlíðum Kópavogs og sjáið Manchester United bolta nr. 1 þá endilega látið mig vita svo lítið hjarta gleðjist aftur ( nei segi nú bara svona )
26.8.2007 | 18:18
Loksins loksins.....
... eru mínir menn komnir úr lægðinni.
Eftir tvö jafntefli og eitt tap unnu mínir menn loksins leik. Þetta er versta byrjun liðsins síðastliðin 15 ár. Ekki það að ég sé mikil boltamanneskja en ég hef haldið með Manchester United í um 25 ár og hef alltaf fylgst með þeirra gengi. En eftir að við hjónaleysin byrjuðum að draga okkur saman hefur áhuginn aukist og ég orðinn sýnilegri. Bangsi í bílnum, lyklakyppa merkt Solskjær og auðvitað stolltið mitt bolurinn með nafni Giggs og númeri í glimmeri .
Af því að þeir unnu leikinn ætla ég að bjóða mönnunum þremur í mínu lífi upp á grillaðar fylltar grísalundir með grillkartöflum, salati og jalapenóostasósu slurp,slurp.
Þangað til næst
Bergdís
26.8.2007 | 13:07
Út í djúpu laugina.
Jæja þá læt ég loksins verða að því.
Er búin að tala um þetta í nokkra mánuði að byrja að blogga og nú loksins læt ég verða að því. Hér er ég að spá í að spjalla um daginn og veginn og hvað er um að vera í minni litlu fjölskyldu svo og mínar skoðanir á hinum ýmsu hlutum. Veit nú ekki hversu virk ég verð en ég ætla að reyna mitt besta.
Enyhow, í síðustu viku byrjaði unglingurinn minn í framhaldsskóla. Mér fannst ég orðin svolítið gömul að vera kominn með barn í framhaldsskóla en svona er þetta bara þegar maður byrjar snemma á að unga út krílunum sínum. Hann virðist mjög sáttur við það að vera komin í framhald enda er hann í skóla með æskufélögum sínum. Mér finnst það skipta svo miklu máli fyrir börn þegar þau geta haldið tengslum við vini sína alla ævi. Unginn minn er sáttur í sínum leikskóla og nú fer að koma að því að hann flytjist yfir á stærri deild. Hann er orðin voða spenntur fyrir því þó svo að honum finnist mjög gott að vera á litlu deildinni. Flest allir vinir hans eru komnir yfir á stærri deildir þannig að hann er orðinn svolítið stór með öllum litlu krílunum sem eru að byrja.
Held að þetta sé nóg í bili
Þangað til næst
Bergdís