langt síðan ég hef skrifað

Það er margt búið að vera að gera þannig að maður hefur hreinlega gleymt blogginu.  Hef reyndar gleymt mér aðeins á Facebook eins og flestir og síðan er búið að vera mikið að gera í húsbyggingu hjá unnustanum þannig að ég hef verið á fullu að sinna púkunum mínum tveim.

Húsbyggingin gengur mjög vel.  Erum komin með steypta útveggi og burðarveggi og á þriðjudaginn á að fara að byrja á neðra þakinu.  Draumurinn er að vera komin í fokhelt fyrir haustið.  Sala á íbúðinni gengur ekkert.  Það er eitt par búið að koma að skoða og þau gerðu ekki einu sinni tilboð.  Eins og ástandið er núna er maður frekar stressaður með þetta allt saman.  Reyndar reyni ég að taka Pollýönnuhugsun á þetta og hef fasta trú á því að við seljum fyrir haustið og verðum komin í nýja húsið fyrir næsta vor Wink

Unglingurinn er búin með annað árið sitt í fjölbraut og fékk mjög góða umsögn.  Hann náði flest öllum þeim áherslum sem settar voru fyrir hann og greinilega nýtur sín vel í skólanum.  Gaurinn er að byrja síðasta árið sitt í leikskóla og er mikið farin að spá í hvaða skóla hann fari í næst og þegar hann er búin í grunnskóla ætlar hann að fara í MK.  Ágætt að vera með áætlunGrin.

Enda þetta með myndir af húsinu sem ég tók í byrjun júní.  Njótið lífsins.

Knús og kram

P6060038P6060037


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú ætlar greinilega að búa upp á fjalli...unglingurinn er auðvitað flottur- hann kann ekki annað. Til hamingju með fínan árangur í skólanum.

Sá minni ætlar að taka lífið á hornunum..hafa allt planað og þá verður maður síður hissa hehe

Ragnheiður , 21.6.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Þetta er við Rjúpnahæðina.  Fer ekki alveg upp á fjallið.  Unglingurinn er alltaf flottur það er sko alveg satt og sá yngri er planari og algjör gaur.  Bara flottir.

Bergdís Rósantsdóttir, 21.6.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband