Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

WE ARE THE CHAMPIONS !!!!!!!!

Aldrei spurning.  Grin


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt og annað eins andleysi

er yfir mér núna.  Nenni nánast ekki að gera neitt.  Búin að vera skömmuð fyrir leti að setja inn myndir á heimasíðu litla prins/kúlusúkk frá Flórídaferðinni og hef ekki nennt að blogga eða nokkuð annað.  Er að reyna að draga mig upp úr þessu.  Ætla á morgun að fara á pub quiz night á kaffihúsinu sem er í sama húsi og Alþjóðahúsið svo ég fara þó a.m.k. út úr húsi. 

Á morgun verður opið hús í leikskóla litla prins/kúlusúkk og hlakka ég ekkert smá til að sjá öll listaverk krakkanna.  Eftir að ég var að vinna í leikskóla þá er ég mjög spennt að sjá hvað er að gerast hjá öðrum leikskólum í sambandi við listsköpun.  Þetta er svo gaman.  Sakna þess oft að vera ekki að vinna lengur við þetta en ég veit samt ekki hvort mér fyndist þetta eins skemmtilegt ef ég færi að vinna á stórum leikskóla þar sem ég var að vinna á einkareknum leikskóla þar sem var í hámarki 18 börn.  Ég hætti að vinna þar 1999 en ég er enn að hitta foreldra og börn sem ég var að passa og mér finnst það æðislegt þegar þau (sum) þekkja mig ennþá.  Bara æði pæði.

Segi ykkur á morgun hvernig sýningin var í leikskólanum.

knús og kram.


I'm baaaaack

Sælt veri fólkið.

 Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað í rúmar tvær vikur er sú að við fjölskyldan ásamt mömmu og pabba skelltum okkur til Flórída í Vildarbarnaferð unglingsins.  Ferðin byrjaði þann 11 apríl þegar við flugum til Orlando.  Þó svo að þetta væri fyrsta utanlandsferð unglingsins mætti halda að hann hefði ekki gert annað en að fljúga.  Lentum í Orlando um níuleytið að kvöldi til.  Mjög spennt fyrir ævintýrinu sem framundan var skelltum við okkur í gegnum tollinn og biðum eftir töskunum, bílstól litla prins og hjólastól unglingsins.  Fundum töskurnar og bílstólinn fljótlega en engann hjólastól.  Náðum í starfsmann og mikil leit var gerð að stólnum en enginn stóll fannst.  Þessar elskur í tollinum lánuðu okkur stól sem við fengum að vera með allan tímann.  Stóllinn er ekki ennþá fundinn og mun að öllum líkindum aldrei finnast Angry.

En fall er fararheill hefur maður einhverstaðar heyrt og voru það sko orð að sönnu.  Fengum voða fína íbúð í Bahama Bay resort og mjög fínan sjö manna Toyotu.

Fyrstu tvo dagana tókum við því bara rólega, kíktum aðeins í búðir, keyrðum um og gengum um svæðið sem við vorum á.  Fyrsta kvöldið okkar sáum við fysta krókódíl ferðarinnar.  Það er vatn inn á resortinu sem er fullt af krókódílum og lá einn við bryggjuna.  Ekkert smá spennó að sjá svona "live".  Lilti prins talaði bara um að þessi krókódill væri nú góður því hann var ekki að bíta neinn.

Á mánudeginum fórum við á Cannalveral höfða og í Kennedy space center.  Þetta var ekkert smá flott.  Fórum í skoðunarferð með rútum sem keyra um svæðið.  Og þvílík þjónusta sem unglingurinn fékk.  Það voru sérhannaðar rútur með lyftum fyrir hjólastóla og alltaðar þar sem við komum var fólk boðið og búið að hjálpa til.  Sáum síðan þegar geimflaug var skotið upp í loft.

Á þriðjudeginum kíktum við í Florida mall sem er voða fínt og var mikið skoðað.  Á miðvikudeginum var síðan farið í Magic kingdom í Disneyworld. Var það mikið sport.  Mikið skoðað og þvílíkt flott allt saman.  Þegar við vorum að labba inn í tomorrowland kom ruslatunna á móti okkur og byrjaði að tala við Unglinginn.  Hann hló ekkert smá mikið af þessu enda var þetta ekkert lítið fyndið.  Fórum í eitt tæki og vá hvað það var gaman.  Horfðum á skrúðgönguna og síðan hittum við Mikka og Mínu, Bangsimon og Tuma tígur.  Mikið skoðað og mikið fjör.

Tókum síðan næsta dag rólega, nutum sólarinnar og sundlaugarinnar.  Unglingurinn og pabbi sáu krókódíl og eðlur.  Ekkert smá flott.

Á föstudeginum fórum við í Universal studios og adventure land.  Og vá það var ekkert smá flott.  Hittum fullt af teiknimyndapersónum og voru strákarnir ekkert lítið ánægðir með það.  Hittu meðal annars Simpson fjölskylduna, Scooby doo og Shaggy, Alex og mörgæsirnar í Madagaskar, Bjarna risaeðlu, Dóru og Jimmy Neutron, Spiderman og Shrek, Fionu og Asnann svo fáir séu nefndir.  Fórum í nokkur tæki og var það mikið fjör.  Mæli sko með þessum garði.

Síðustu dagana skoðuðum við okkur um, fórum á Flóamarkað svo fátt eitt sé nefnt. 

Komum heim á miðvikudagsmorguninn 23. apríl þreytt og sæl með frábæra ferð.  Núna fer maður bara að safna fyrir næstu flórida ferð því maður á enn eftir að skoða svo margtGrin

Held að þetta sé nóg í bili.

Knús á alla.


Kettir eru yndislegir

Nágrannakötturinn minn er alveg frábær.  Í gær þegar ég var að festa litla prins í bílstólinn fann ég allt í einu eitthvað á bakinu á mér.  Var þetta þá kötturinn sem býr við hliðina á mér sem hoppaði upp á bakið á mér til að komast inn í bílinn.  Ég reyndi margar kúnstir til að koma henni út en allt kom fyrir ekki hún ætlaði með í vinnuna.  Eftir smá eltingaleik sá hún að ég færi ekki af stað með hana í bílnum og fór út.  Ég komst loks í vinnuna og kötturinn sat með yfirlætissvip á bílaplaninu.  Á þessum nótum býð ég ykkur góðrar helgar

Knús og kram á línuna


Unglingurinn minn er.....

sætasti, besti og duglegasti einstaklingur í heimi.  Nei segi bara svonaTounge.  Er reyndar rosalega ánægð með hvað hann kom vel út hjá lækninum.  Þau urðu mjög hissa og glöð að sjá hvað hann hafi tekið miklum andlegum þroska frá því að þau sáu hann síðast fyrir 5 mánuðum síðan.  Núna sat hann eins og herramaður og fletti bókum, reyndi reyndar að komast út þegar hann nennti ekki að hlusta á röflið í okkur lengur annars var hann bara rólegur.  Sýndi prakkarahliðina sína þegar læknirinn hans fór fram á gang stökk hann upp og á eftir honum og við sem sátum eftir náðum ekki að stoppa hann.  Kom síðan sæll og glaður með Pava sínum þegar þeir voru búnir að gera það sem þurfti að gera frammi.  Hann er með húmorinn í lagi var þá sagt.  Næsta eftirlit eftir 6 mánuði nema eitthvað komi uppá.

Læknirinn hans var að spá í hvort hann ætti að setja hann í segulómun á heilanum til að skoða eitthvað sem hann er að spá.  Vill samt ekki gera það því að sú niðurstaða sem hann telur að komi fram breytir engu fyrir unglinginn.  Segist ekki geta sett hann í svæfingu í tæpan klukkutíma bara fyrir forvitnissakir.  Síðan kom "sjáum til eftir 6 mánuði nema að eitthvað breytist í millitíðinni".  Ég verð alveg að viðurkenna að þetta æsir alveg upp forvitnispúkann í mér en ég er sammála Pava með það að við eigum ekki að setja unglinginn í óþarfa svæfingar.

Fleiri sögur af unglingnum.  Hann er í skammtímavistuninni núna og þær hringdu í mig í gær til að forvitnast hvort hann yrði að vera fastandi líka af því hann má ekki taka inn lyfin sín ef það eru teknar blóðprufur.  Ég sagði þeim að auðvitað mætti hann borða en bara ALLS ekki taka inn lyfin.  Þá var mér sagt frá því að unglingurinn hefði farið í heita pottin eftir matinn.  Þegar átti að taka hann upp úr pottinum neitaði hann að koma.  Vildi bara njóta sín í heita vatninu og líða vel.  Það var margt reynt en unglingurinn lét ekki haggast.  Þetta endaði síðan þannig að það þurfti að taka tappan úr heita pottinum til að ná honum upp úr.LoL.  Ákveðinn ungur herramaður Grin.

Knús og kram á alla.


flísalögn, læknaferð og fleira

Unnustanum mínum datt í hug að fara að flísaleggja þvottahúsið á laugardaginn.  Þetta tekur enga stund, verður bara þvottavélalaus í mesta lagi 2-3 daga.  Úff, 2-3 dagar hérna merkir að það eru komnir hólar af fötum út um allt hús.  Maður er bara fegin að unglingurinn sé ekki heima núna því annars væri ég syndandi í fötumLoL.  Verð nú samt að viðurkenna að þvottahúsið er orðið mjög flott og þvottavélin á að vera orðin tengd seinnipartinn.  vonandiTounge 

Eitt það besta sem ég veit er kjötsúpan hennar mömmu.  Þar sem kjötsúpa er ekki vinsæll matur á mínu heimili fæ ég hana mjög sjaldan.  Í gær hringdi mamma í mig og spurði hvort ég væri búin að ákveða eitthvað með mat.  Ég sagði nei og þá bauð hún okkur fjölskyldunni í mat.  Henni langaði svo í kjötsúpu og vildi endilega bjóða okkur líka. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMM hún var svooooo góð.  Vantaði bara að hafa systurhöndina og hennar fjölskyldu líka.  HEHEHEHE ég fékk kjötsúpu ekki þú Tounge.  Nei segi bara svona.  En skrítna við þetta allt saman er það eins og okkur kvenpeningnum í fjölskyldunni finnst þetta gott er kallpeningurinn ekki sérlega hrifin.  Nema litli prins.  Hann borðaði eins og herforingi í gær og heyrðist inn á milli - mmm þetta er góð súpa hjá þér amma.  Bara krútt.

Ég er að fara með unglinginn til læknis á eftir og einhverjahluta vegna er ég alltaf með smá kvíðahnút í maganum áður en ég fer.  Skil það ekki því síðustu ár hefur bara komið gott út úr öllu.  Held bara að maður slaki aldrei á yfir honum.  Hann er auðvitað með besta lækni í heimi og hjúkrunarfólkið upp á Barnaspítala er best.  Það er svo gaman að koma þangað með hann og heyra í hjúkkunum okkar hrópa upp yfir sig Vá hvað hann er orðin duglegur, þú ert nú alltaf sætastur og bestur.  Unglingurinn vanalega horfir bara á þær og glottir út í annað.  En þegar Pava (hann kallar lækninn sinn það) birtist verður hann yfir sig hrifinn og nánast hrindir konunum frá sér til að hitta vin sinn.  Bara krútt.  Læt ykkur vita hvernig gekk.

Þangað til næst


Trevor Romain

Ég hef einhverntímann sagt ykkur frá yndislegum bloggara sem heitir Trevor Romain.  Þessi maður er hreint út sagt yndislegur og hæfileikaríkur.  Hann fer um allan heim til að gleðja börn og oft fullorðna líka.  Í bandaríkjunum fer hann á sjúkrahúsin og hressir börn sem eru að berjast við krabbamein.  Oft verður hann mikill vinur barnanna og fjölskyldna þeirra.  Ég lít annað slagið inn á bloggsíðuna hans og oftar en ekki sit ég með tárin í augunum annað hvort af gleði eða af sorg þegar hann er að lýsa yndislegum einstaklingum sem hann hittir á leið sinni.  http://www.trevorromain.com/blog/archives/2007/03/ lesið bloggið 21 mars.  Ég tárast enn yfir þessari færslu.  Og trúið mér, ef þið flettið fleiri færslum sjáið þið að það eru mörg kraftaverkin sem gerast.

knús á alla


Unglingurinn minn kemur mér sífellt á óvart.

Í morgun var unglingurinn minn mikið áhugasamur um að fara út.  Ég sagði honum að við myndum fara út eftir hádegismatinn og fór hann þá að leika sér.  Stuttu seinna stendur hann upp og fer fram í forstofu.  Byrjar á því að athuga hvort hurðin sé í lás en síðan fór hann í fataskápana, opnaði allar hurðir og skoðaði mikið.  Síðan heyrði ég herðatré detta í gólfið og leit upp og þá kom unglingurinn gangandi inn með úlpuna sína í fanginu og kom með hana beint til mín.  Ég sagði honum að nú væri ekki tími til að fara út þá labbaði hann inn í eldhús til pabba síns, settist á gólfið með úlpuna í fanginu.  Þó svo að hann hafi sýnt viljan sinn í verki var ekki farið út fyrr en eftir hádegi.  Ég verð alveg að viðurkenna að ég bjóst aldrei við því að ég myndi sjá unglinginn minn sýna viljan sinn svona greinilega, a.m.k. ekki á þessu sviðiGrin.

Varð bara að deila þessu með ykkur því þetta gladdi mömmuhjartað gífulega.


Ætli það sé komin annar Friendsfíkill í fjölskylduna?

Í gær sátum við unglingurinn og horfðum saman á Friends.  Hann er nú ekkert sérlega mikið fyrir sjónvarpsgláp og fannst mér því merkilegt hvað hann nennti að liggja upp í sófa og horfa með mér.  Það sem var síðan skemmtilegast af öllu var það að hann hló nokkrum sinnum á réttum stöðum í þættinum.  Ég er kannski komin með annan Friends fíkil á heimiliðTounge.

Í dag fórum við í skírnarveislu hjá frænda unnustans.  Litli gullmolinn þeirra svaf alla skírnina.  Greinilega sáttur við nafnið sitt.  Mamma litla gullmolans er frá Brasilíu og var gaman að sjá að mamma hennar og bróðir komu til landsins fyrir skírnina og ætla að vera hjá þeim í einhvern tíma.  Ég fór að hugsa hvort þetta væri nú ekki mikið sjokk hjá þeim að koma úr öllum þessum hita og í kuldana á okkar farsældar fróni.  Eftir skírnina fórum við til mömmu og pabba í heimsókn og var Oddur frændi í heimsókn hjá þeim.  Ég hef ekki talað almennilega við Odd í mörg ár og var því mikið skrafað og hlegið.  Vonandi að maður hitti hann fljótlega aftur.  Síðan var farið heim og horft á BESTA LIÐ Í HEIMI Manchester United vinna Aston villa 4-0.  Litli prins var mjög ánægður þegar hann sá að Rooney hafði skorað.  Hann er orðinn svo mikið fan á þessu liði að hann talar um það í svefniGrin.  Við vöknuðum eina nóttina við það að hann var að ræða við einhvern í svefni og síðan heyrðist í honum.  Nei, það er Manchester united.  Bara krútt.

Ætla að fara að horfa á einherja góða mynd. Njótið restarinnar af helginni. 


Gleðilega páskarest

Á föstudagsmorgun fórum við fjölskyldan vestur í sveitina okkar.  Litli prins varð ekkert smá ánægður með það því honum finnst æðislegt að geta hlaupið um á túninu án þess að heyra öskrað af foreldrunum "passaðu þig á bílunum"Tounge.  Unglingurinn var líka mjög glaður að koma vestur en ég hef tekið eftir því að gleðin er ekki sú sama og hún var þegar mamma og pabbi bjuggu ennþá fyrir vestan.  Ekki það að honum finnist ekki gaman að hitta hitt skyldfólkið en hann er með sérstök tengsl við mömmu og pabba.  Á föstudeginum fórum við síðan í mat til tengdó og síðan aftur út í bústað.  Horfðum á myndina Blood dimonds.  Vá hvað þetta er góð mynd en djís hvað ég varð reið að horfa á hana.  Sjá blessuð börnin vera dópuð upp og hent út til að drepa.  Fæ bara kuldahroll.  Á laugardaginn fór unnustinn í klippingu og á meðan fórum við strákarnir í búð.  Verð nú að viðurkenna að mér finnst nú aðeins meira úrval núna heldur en það var áður en búiðin var færð til en verðlagið djís.  Adda mín ég skil alveg að þú nennir að skutlast í Bónus í Stykkishólmi.  Síðan fengum við fullt af gestum í sveitina.  Sem betur fer var ég búin að baka vöfflur og þeyta rjóma eins og góðri hússtýru sæmir og rann það vel niður í gestina.  Á sunnudaginn fórum við í hádegismat til tengdó og síðan var farið og horft á Man utd - Liverpool hjá mági mínum.  Alltaf gaman að horfa á mína menn vinna Liverpool sérstaklega þegar maður horfir á það með hörðum Liverpool aðdáenda Grin.  Síðan var brunað í bæinn.  Fórum reyndar við í Hvalfirðinum þar sem vinafólk/frændfólk okkar var í bústað og lentum þar í dýrindisgrillmat.  mmmmmmm.  Enda voru það þreyttir ungir herramenn sem komu heim í gærkvöldi.  Í dag kíktum við í heimsókn til mömmu og pabba og sátum hjá þeim í dágóða stund.  Unglingurinn klipptur og þá á bara eftir að klippa litla prins fyrir draumaferðina sem verður farin bráðlega.  OOOO hvað ég er farin að hlakka til. 

Litli bróðir minn var 21 árs á laugardaginn og vil ég óska honum innilega til hamingju með það.  Hefði nú viljað blogga um það á afmælisdaginn hans en þar sem ég var ekki nálægt tölvu þá verð ég bara að gera það núna.  Finnst alveg ótrúlegt að það séu liðin 21 ár síðan hann fæddist og ennþá undalegra að litli bróðir minn á tæplega tveggja ára gutta sem reyndar yngir mann mikið upp þar sem hann er nánast klón af pabba sínum Grin.  Bara sætir. 

Þangað til næst.  KNús og kram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband