Út í djúpu laugina.

Jæja þá læt ég loksins verða að því.

 Er búin að tala um þetta í nokkra mánuði að byrja að blogga og nú loksins læt ég verða að því.  Hér er ég að spá í að spjalla um daginn og veginn og hvað er um að  vera í minni litlu fjölskyldu svo og mínar skoðanir á hinum ýmsu hlutum.  Veit nú ekki hversu virk ég verð en ég ætla að reyna mitt besta.

Enyhow, í síðustu viku byrjaði unglingurinn minn í framhaldsskóla.  Mér fannst ég orðin svolítið gömul að vera kominn með barn í framhaldsskóla Shocking en svona er þetta bara þegar maður byrjar snemma á að unga út krílunum sínum.  Hann virðist mjög sáttur við það að vera komin í framhald enda er hann í skóla með æskufélögum sínum.  Mér finnst það skipta svo miklu máli fyrir börn þegar þau geta haldið tengslum við vini sína alla ævi.  Unginn minn er sáttur í sínum leikskóla og nú fer að koma að því að hann flytjist yfir á stærri deild.  Hann er orðin voða spenntur fyrir því þó svo að honum finnist mjög gott að vera á litlu deildinni.  Flest allir vinir hans eru komnir yfir á stærri deildir þannig að hann er orðinn svolítið stór með öllum litlu krílunum sem eru að byrja.

Held að þetta sé nóg í bili

Þangað til næst

Bergdís


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband