27.8.2007 | 21:06
Sár ungur herramaður
Í dag var litli prinsinn minn úti að leika sér meðan ég aðstoðaði unglinginn. Eftir svolitla stund hætti ég að heyra í honum og fór út að athuga með hann. Allt í einu heyrði ég mjög sárann grát og óskir um að mamma kæmi til hans. Kom hann hágrátandi til mín. Auðvitað var það fyrsta sem ég hélt að hann hefði slasað sig en á milli ekkasoganna sagði hann mér að hann hafði týnt fína manchester boltanum sínum . Þvílíka sorginn sem varð hjá þessum unga herramanni að hafa glatað uppáhaldis boltanum sínum. Sorginni létti aðeins þegar pabbi lofaði að gefa honum nýjan ef þessi kæmi ekki í leitirnar. Ef ég fengi að ráða þá yrði þetta mesta sorgin sem hann þarf að upplifa.
Svo ef þið eruð á flakki í suðurhlíðum Kópavogs og sjáið Manchester United bolta nr. 1 þá endilega látið mig vita svo lítið hjarta gleðjist aftur ( nei segi nú bara svona )
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ÆI litli prinsinn vonandi finnst boltinn fljótt.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 21:17
Hva þú verður bara að kenna krakkanum að passa betur upp á hlutina sína. DJÓK!!!!
Leiðinlegt að heyra þetta. Vona að boltinn komi í leitirnar.
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:31
Ég efa það að boltinn finnist einhverntímann. Hann skoppaði að öllum líkindum niður á Digranesveg.
Bergdís Rósantsdóttir, 28.8.2007 kl. 08:39
Hahaha Litli maður er greinilega líkur mömmu sinni Ekki sáttur við að hafa ekki fullkomna stjórn á ástandinu .. Knúsaðu elskurnar mínar frá mér Bergdís mín.
Heyrumst fljótlega. ps... síminn virkar í báðar áttir
Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:17
Hæ hæ
ég er alveg til í að kaupa handa honum nýjan bolta ef hann má vera merktur LIVERPOOL!
Hvaðan hefur barnið það að halda með Man united brrr mínir strákar halda reyndar með Man united ég ætla mér að breyta því þú veist að ég get allt
bestu kveðjur,
Anna Dröfn
Bið að heilsa strákunum
Anna Dröfn (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.