30.8.2007 | 20:58
Ljúfsárt
Ég var að fara í gengum póstinn sem kom í dag. Þar var bréf stílað á mig og unglinginn. Það var frá ökukennara hér í bæ sem var að auglýsa þjónustu sína. Auðvitað er unglingurinn minn kominn á þennan aldur en þar sem hann er einstakt barn mun hann aldrei verða þess heiðurs aðnjótandi að setjast undir stýri og keyra bíl. Þetta er svolítið ljúfsárt en Pollýannan ég sé bara fyndnu hliðina á þessu. Var að spá í að hringja í manninn og spyrja hvernær hann vildi byrja. Fara síðan með unglinginn minn út og segja góða skemmtun.
En svona er lífið. Við erum víst bara kennitölur í kerfinu og ekki hægt að sjá hvort einstaklingur sé heill heilsu eða ekki.
Varð bara að deila þessu með ykkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 31.8.2007 kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
Æ veistu, þinn unglingur er eitt það ljúfasta barn sem ég þekki. Hann verður bara einhverrar annarar gæfu njótandi. Að keyra bíl er ekkert svo sérstakt, en að hafa áhrif á líf fólks til lífstíðar eins og hann þessi draumur hefur gert, það er spes.
Knúsaðu hann frá mér, og trúðu mér, þegar hinn guttinn fer á þennann aldur, trúðu mér þú munt hugsa til þess að það er gott að sleppa við þennann pakka. Minn er kominn með prófið síðan í sumar, og ég er með lífið i lúkunum síðan þá.
Knúsaðu báða molana þína frá mér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:17
Það er rétt hjá þér Bergdís mín knús frá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.