Sýning í Þjóðminjasafninu

Fór í dag í Þjóðminjasafnið að hitta konu sem heitir Margrét.  Ástæðan fyrir þessari heimsókn er sú að ljósmyndarinn Mary Ellen Mark er að byrja með sýningu sem heitir Undrabörn eða Extraordanary child.  Þetta eru myndir af börnum sem eru annað hvort í Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla eða Lyngási.  Margrét vildi hitta aðstandendur barna sem Mary Ellen tók myndir af og eru á sýningunni.  Það er verið að leggja lokahönd á uppsetninguna og lýst mér mjög vel á.

Þessi sýning verður formlega opnuð á laugardaginn og verður opin til 28. janúar 2008.  Það eru tvær myndir af unglingnum mínum og finnst mér þær báðar frábærar.  Í tilefni af sýningunni var öllum fjölskyldunum gefin bók sem var gefin út í tengslum við þessa sýningu.  Ég er búin að sitja hérna heima og skoða hana spjaldana á milli með tárin í augunum.  Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig hún hefur náð myndum af fólkinu og maður sér nánast karakterinn skína í geng.  Litli prins fór með mér og var fljótur að finna myndirnar af bróðir sínum og tilkynnti öllum sem vildu heyra að hann ætti þennan bróðir.  Mér fannst það bara sættInLove

Endilega ef þið hafið tíma á næstu mánuðum kíkið við og sjáið myndir af yndislegustu einstaklingum í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Minnir að hún hafi sagt til 28. jan 2008

Bergdís Rósantsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:41

2 identicon

Vúhú frændi bara orðinn frægur

Bryndís R (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að kíkja Bergdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband