Fundur 1 með arkitektinum

Í gær fóum við hjónaleysin á fund með arkitektinum sem er að teikna nýju hýbýlin okkar.  Þetta var fyrsti fundur og kom hún með nokkar tillögur.  Eftir miklar bollaleggingar komumst við að niðurstöðu og ætlar hún að fínpússa hana.  Ég verð nú að viðurkenna að mér hefur fundist þetta allt frekar draumkennt og þannig séð ekkert verið að spá í þessu.  En í gær þegar ég sá teikninguna svarta á hvítu kom upp í mér að við yrðum að gera þetta súperdúper vel þar sem þetta yrði að öllum líkindum heimilið okkar þangað til annaðhvort dauði eða ellikelling koma.  Hausinn á mér er búin að vera á overdirvei í allan dag með pælingar og hugmyndir sem myndu gera húsið að griðarstað allra fjölskyldumeðlima og með besta aðgengi sem hægt er fyrir unglinginn. Breiðari hurðar, allt jafnslétt, góð herbergi fyrir alla o.f.l. o.f.l.

En í kvöld ætla ég sko ekki að vera að spá í þessu.  Við hjónaleysin ætlum að kíkja á sýninguna hans Ladda og vonandi hlægja okkur hálfmáttlaus.  Litli prins verður heima í góðu yfirlæti hjá frænku sinni.  Segi ykkur á morgun hvernig var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband