12.9.2007 | 17:44
Manni langar svo margt
OOOOO ég vildi óska þess að ég kæmist á tónleikana sem Buff er að halda á morgun. Þeir eru með tónleika þar sem þeir spila lög eftir Paul McCartney. Ég er nú ekki neitt sérlegt Bítlafan en mér finnst alveg rosalega gaman að hlusta á Buffið spila. En því miður kemst ég ekki. Hinn helmingurinn er að fara erlendis í fyrramálið og að öllum líkindu kemur tengdamamma í heimsókn á morgun. Mig langar líka að fara út með honum en það er auðvitað ekki hægt núna. C'est la vie.
Ég fór í dag að skila afruglaranum fyrir Stöð 2. Þegar ég kom inn sá ég ekkert á skjánum hvert ég ætti að fara og fór heim að afgreiðsluborðinu. Ég bauð góðan daginn og daman leit upp og spurði mig hvort ég væri með miða. Ég sagði nei og þá sagði hún "það er nú ætlast til þess að fólk taki miða áður en það kemur hingað, en víst það er enginn að bíða skal ég aðstoða þig". Ég fór að hugsa það eftir á að auðvitað hefði ég átt að taka miða en ég bara vissi ekki hvort ég ætti að taka miða vegna fyrirtækjaþjónustu, gjaldkera og þjónustufulltrúa. Mér bara fannst ekkert að þessu passa við það sem ég var að gera. Og ef ég var dónaleg þá biðst ég innilegrar afsökunar. Litli prins var með mér og spurði þegar við komum út í bíl hverju við hefðum verið að skila. Ég sagði honum það að nú værum við hætt með stöð 2 og ég hefði þurft að skila afruglaranum. Hann fór að hágráta og sagði að hann vildi ekki hætta með stöð 2 og það mætti ekki taka sjónvarpið. Grey prinsinn hélt að hann myndi ekki geta horft á neitt sjónvarp ef mamma skilaði afruglaranum inn. Bara sætur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
´Þú varst ekki dónaleg daman var það. Eigðu góða kvöld stund Bergdis mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 21:09
Þú dónaleg ?? Nei það væri þá dagurinn sem það frysi í helvíti. Ljúfari manneskja er ekki til held ég.
Knús á þig elsku vinkona .. kisstu kútana frá mér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.