15.9.2007 | 12:59
Fjölgun
neeei ekki hjá mér sko
Karlpeningurinn minn var að eignast "litla" frænku í gærkvöldi. Daman var 18 merkur og 53 cm. Þetta er þriðja langömmubarn tengdamömmu á þessu ári. Litli prins er mjög ánægður að eiga svona mikið að litlum frændsystkinum en gallin á þessu öllu er að hann er farin að rukka okkur um eitt. Stundum situr hann hjá mér og segir "mamma, þú átt að fá litla barnið í bumbuna þína". Áhugi minn er ekki alveg sá sami og hjá honum en hann reynir samt. Sagði til dæmis í morgun ég vil fá litla systir líka. Á bróðir og núna vil ég fá systir. Kröfur í ungum herramanni .
Að öðru. Hinn helmingurinn minn kom heim í gærkvöldi eftir að hafa skroppið til Manchester í sólarhring til að skila ritgerðinni sinni. Það verður nú að viðurkennast að það varð spennufall hjá öllum fjölskyldumeðlimum þegar síðustu orðin voru komin á blað. Í dag erum við að fara í skírnarveislu hjá frændsystkini nr 2 á þessu ári. Unglingurinn nennir ekki svona löguðu og skrapp til ömmu og afa í dekur um helgina. Hvað haldið þið að maður nenni að hlusta á einhverja grenjandi krakkagríslinga , það er miklu skemmtilegar að vera í dekri hjá ömmu og afa.
Eigiði góðan dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hver var að fjölga sér?
Bryndís R (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 14:20
Til lukku með nýja fjölskyldumeðliminn.
Skil unglinginn vel, minn er svona líka, og þessi 10 ára er að verða svona líka.
Knús á þig Bergdís mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:03
Já til lukku Bergdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.