Ótrúlegur maður.

Ég er búin að vera að fylgjast með bloggi í örugglega eitt ár.  Eigandi bloggsins er einstakur maður í Bandaríkjunum sem vinnur sem rithöfundur ásamt mörgu öðru.  Hann skrifar sjálfshjálparbækur fyrir börn, gerir teiknimyndir um mál sem skiptir börn og unglinga máli svo nokkuð sé talið upp.  Það sem mér finnst merkilegast við þennan mann er að hann heimsækir langveik börn á sjúkrahúsum Bandaríkjanna.  Hann skrifar svo fallega um börnin og ég sit stundum og græt yfir fallegum færslum hjá honum.  Þessi maður heitir Trevor Romain.  Myndin sem ég setti af músinni vera að grafa holuna er frá honum kominn.  Hann teiknaði hana og setti á bloggið sitt.  Mér fannst þetta svo mikil snilld að ég setti þetta hjá mér.  Ef þið viljið kynnast þessum manni er bloggið hans trevorromain.com, þar ýtir maður á enter og síðan view my blog.  Þið getið líka skoðað síðuna hans og séð hvað hann er að gera. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Var búin að gleyma þessu bloggi

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég ætla að kíkja á hann.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 11:04

3 identicon

Hmm ég ætla að kíkja á þetta.  Knúsaðu englana þína Bergdís mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband