19.9.2007 | 20:23
Gaurarnir mínir
Litli prins byrjaði í íþróttaskólanum í dag. Þvílík gleði og spenna sem var hjá ungum herramanni. Það eina sem skyggði á gleðina var það að íþróttaálfurinn var ekki þarna. Grey kallinn tók svo illa eftir að hann hélt að þetta væri íþróttaálfaskóli. Bara sætur. Enda er hann gjörsamlega búin núna eftir allan ærslaganginn í dag.
Unglingurinn er mjög ánægður í skólanum og kennararnir ánægðir með hann. Það kom þeim verulega á óvart hvað hann væri duglegur og væri farin að gera meira heldur en sagt var í gögnunum frá grunnskólanum. Enda höfum við séð mikinn mun á honum á síðustu mánuðum. Hann er kominn miklu lengra heldur en starfsfólk Greiningarstöðvarinnar sögðu að hann myndi nokkurntímann ná. IN YOUR FACE. nei segi bara svona. Ég veit Guðrún ég skulda þér út að borða.
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að kíkja einn bloggvina hring.
Knús og kram til ykkar allra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekkert mál. Frænka bara lemur álfinn, reddumessu.
JÁ BERGDÍS OG ÉG ER AÐ HORAST NIÐUR Í EKKI NEITT Á ÞVÍ AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSUM MAT ( anda inn anda út )
Hvað ertu að gera á morgun ??
Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:36
Þú ert engill
Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 19:35
Fruss ahahaha íþróttaálfaskóli. Þessi krakki þinn Bergdís
Bryndís R (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.