Smá fyrir helgina.

Var komin með alveg frábæra sögu til að skrifa inn en um leið og ég settist við tölvuna datt hún út. 

Í vinnunni hjá mér er mikill FH- ingur.  Hún fer á alla leiki sem hún kemst á og ræðir um boltann bak og fyrir.  Þegar hún fór úr vinnunni í dag bað hún mig um að senda góða strauma til hennar og hennar manna á sunnudaginn.  Ég var nú ekki alveg á því þar sem Man. utd á að spila á móti Chealsea klukkutíma áður  en leikurinn byrjar hjá FH.  MÍNIR menn verða sko að fá allan þann stuðning sem þeir geta fengið. 

Í morgun var minn hópur með föstudagskaffið í vinnunni.  Við erum búin að skipta deildinni upp í nokkra hópa og á tveggja vikna fresti höfum við sameiginlegt kaffi og í dag var okkar tími.  Ég lofaði að baka eitthvað og þegar ég kom heim í gær skellti ég í hjónabandssælu.  Þegar ilmurinn byrjaði að koma frá vélinni ákvað ég að við fjölskyldan þyrftum nú að njóta góðs líka og skellti í form fyrir okkur líka.  Ég verð nú að monta mig af því að allir í vinnunni voru voða ánægðir með kökuna og nokkrir fengu uppskriftina af henni.  Ég skelli henni bara hérna líka.

Hjónabandssæla

 3 bollar haframjöl

2 1/2 bolli hveiti

2 bollar púðusykur

1 stór tsk. lyftiduft

1 stór tsk. natron

250 gr mjúkt smjörlíki

1-2 egg

Öllu hrært saman og bakað við 160°C í 40 - 50 mín.

Njótið Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ rosalega ertu myndarleg að baka, og takk fyrir uppskriftina ég skal nota hana knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Úps ég tók eftir því þegar ég las bloggið í morgun að ég gleymdi smá.

Það á að skipta deiginu í þrent.  2 fara í form svo rabbabarasulta og restin af deginum brotið yfir.

Katla, ég er ekki alltaf svona dugleg

Bergdís Rósantsdóttir, 22.9.2007 kl. 08:37

3 identicon

það eru nú fleiri FHingar sem vinna með þér (látum okkur nú sjá segir sá blindi)

við þekkjumst (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bara innlitskvitt hjá nýjum bloggvin,velkomin í hópinn.

Magnús Paul Korntop, 24.9.2007 kl. 11:07

5 identicon

Alltaf ertu nú jafn myndó Bergdis mín.

Ég þarf að koma í kaffi.. lattu mig vita þegar þú ert að baka skúffuköku.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband