24.9.2007 | 22:08
Maí/ júní 1993
Þessir mánuðir voru þeir einna verstu sem ég hef upplifað.
Var að spá í þessu í dag þegar ég var að aðstoða unglinginn minn að fyrir rúmum 15 árum var honum vart hugað líf. Á einu augabragði var lífi mínu umturnað og sólargeislinn minn nánast slokknaður. Í tvo daga sat sjúkrahúspresturinn með mér og spurði mig út í lífið og tilveruna. Ég vildi ekki horfa á þá staðreind að hann væri að fara og talaði alltaf um líf mitt með honum. Og auðvitað hafði mömmuhjartað rétt fyrir sér. Læknarnir höfðu komið til okkar og sagt okkur frá því að lifrin væri búin að gefa sig og þar sem hann er eins og hann er þá væri hann ekki æskilegur kandidat fyrir lifraígræðslu. Svo ég skrifi það orðrétt " Þó svo að það væri 100% samsvörun væri fyrst athugað hvort einhver annar gæti notað lifrina, þið hafið þetta bara bak við eyrað". Þetta sýnir bara hvað einstöku börnin okkar eru lítils virði í þessum heimi. Tveimur dögum seinna kom öll hersinginn inn í litla herbergið sem við vorum í og ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að nú væru þeir að fara að segja mér að ég yrði að ákveða hvenær tækin yrðu tekin úr sambandi. En neeei það var sko ekki það sem þeir vildu segja heldur var sagt við okkur " Það sem við sögðum ykkur að hafa bak við eyrað. Strokið það út, drengurinn er að koma til baka. Lifragildinn fara lækkandi". Ef Sirrý myndi spyrja mig væri þetta að öllum líkindum sá örlagadagur sem ég myndi velja.
Ástæðan fyrir þessari lifrabilun hans var eitt af krampalyfjunum sem hann var að taka inn. Þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun og er hann einn af þeim fáu sem hafa fengið þessa aukaverkun. Ef ég á að segja eins og er þá vildi ég óska þess að hann hafi ekki verið einn af þessum sem hafa fengið þessa aukaverkun.
Að horfa á unglinginn minn í dag og hugsa um þetta fær mig bara til að tárast. Allar þær framfarir sem hann hefur sýnt og öll sú gleði sem hann hefur gefið mér voru næstum orðnar að engu.
Knúsið ykkar nánustu og þökkum fyrir hvern einasta dag sem við eigum með þeim. Þó þau geta verið erfið þá eru þau hjá okkur.
Knús til ykkar allra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þið mæðgin eruð svo yndisleg og hann gefur svo mikið af sér. Ég tek undir það,maður á að njóta fólksins síns meðan maður hefur það. Ég lifi þessa dagana á því að vita að hann knúsaði mig eins og vant er síðast þegar ég hitti hann, vesalings drengurinn minn.
Falleg færsla hjá þér
Ragnheiður , 24.9.2007 kl. 22:14
Æ Bergdís mín, ég verð að segja það að augun mín fylltust af tárum þegar ég las þetta. Ég man svo vel eftir honum þegar hann var lítill, og ég man líka eftir samtölum okkar um að hann myndi aldrei ganga, og aldrei þetta og aldrei hitt. Ég man líka hvað mér leið vel þegar hann kom gangandi á móti mér, hlægjandi, og stoltur. Ég man líka hvað þú varst stolt þegar hann gekk um eins og ekkert væri.
Ég man vel þegar mamma þín sagði mer að þú ættir son, þá höfðum við ekki hisst í nokkur ár. Ég man líka hvað hún vandaði sig við að segja mér að hann væri fatlaður. Hann var ekki orðinn eins árs. Ég man hvað mér þótti strax vænt um hann um leið og ég sá yndislega fallega brosið hans. Hann átti mig um leið.
Ég trúi því vel að þér hafi liðið ílla á þessum tíma. En ég trúi því líka að þér líði vel þegar þú horfir til baka og sérð hvað hann er einstakur.
Knús á þig Bergdís mín. Þú ert yndisleg.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:41
Elsku drengurinn þinn mikið hafið þið þurft að þola en guðsmildi komst hann frá þessu.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2007 kl. 13:23
Elsku Bergdís mín.
Ég man svo vel eftir þessum tíma hann var erfiður. Hann var svo fallegt barn og það er orðið allt of langt síðan ég sá hann, ég er viss um að hann er enn jafn fallegur enda alveg eins og mamma sín
Verð að bæta úr því stefni á að mæta í Kópavoginn í heimsókn þið verðið örugglega flutt þegar ég loksins kem haha
kv,Anna Dröfn
Anna Dröfn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:53
Já vá ég fæ bara hroll og tár í augun þegar ég rifja þetta upp. Það var ekki auðvelt að vera fyrir vestan og bíða eftir fréttum.
Bryndís R (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.