26.9.2007 | 21:19
Hálfgerð nostalgía
Litli prins er mjög hrifin af því að láta lesa fyrir sig. Núna erum við að lesa bækurnar um köttinn Tjúlla. Nostalgían við að lesa Tjúlla er sú að mér finnst ég orðin 17 -18 ára aftur og sitja og lesa fyrir Rósant bróðir. Þetta voru uppáhaldisbækur hans á tímabili og ég las þær oft fyrir hann.
Samt finnst manni tíminn líða voða hratt. Litli prins alveg að verða þriggja ára og strax er dyrabjallan farin að klingja og krakkar að biðja hann um að koma að leika. Mér finnst svo stutt síðan að hann var nýfæddur en nú er hann nánast farin að gera allt sjálfur. Ég bauðst til að opna fyrir hann jógúrt í gær og þá heyrðist bara: nei nei mamma mín ég geri þetta bara sjálfur. Áður en ég veit af verð ég farin að passa börnin hans. Vó ég fékk hálfgert sjokk að segja þetta. Nei hann verður sko litli kallinn minn miklu lengur.
Farið vel með ykkur í vonda veðrinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe Tjúlli. Var búin að gleyma þessum bókum.
Bryndís R (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:54
Jú hann samdi sögurnar um Tjúlla.
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.