Í dag eru....

þrjú ár síðan Rooney skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í evrópukeppninni og auðvitað þriggja ára afmælisdagur litla prins.

Mér finnst alveg ótrúlegt að þessi litli gullmoli sé orðin þriggja ára og samt finnst manni eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur.  Ég fór að hugsa það í morgun þegar ég vaknaði að akkúrat á sama tíma fyrir þremur árum var ég að færa mig niður á sængurkvennagang með litla prins í vöggu fyrir framan mig.  Rétt tæpar 12 merkur og 48,5 cm.  Fæddist í sigurkufli, dökkhærður og dökkeygður.  Fullkominn.  Verð samt að viðurkenna að ég beið fyrsta sólahringinn með hnút í maganum vegna þess að bróðir hans var í lagi fyrstu tímana eftir fæðingu.  En þessi kvíði var óþarfur, hann er hraustur og duglegur lítill prins. 

Þegar hann vaknaði í morgun var aðalmálið að fara með ís til allra vinanna í leikskólanum og fá kórónu.  Pakkarnir voru geymdir þangað til við komum aftur heim.  Og þvílík gleði.  Er búin að vera á fullu að leika sér í bílahúsinu frá foreldrunum og af playmobilinu sem bróðir hans gaf sér.  Enda var það þreytt lítið gull sem sofnaði nánast um leið og hann lagðist á koddann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borghildur F.Kristjánsdóttir

Innilega til hamingju með prinsinn. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta líður hratt.

Borghildur F.Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 23:13

2 identicon

Tala við Hákon í síma. Moi:"Og hvað fékkstu í afmælisgjöf"? Hákon:"Svona".

Ég gat reyndar ekki séð það í gegnum símann. Hehe.

En til hamingju með afmælið krullukall 

Bryndís R (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með prinsinn

Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 20:27

4 identicon

ahahaha prunsinn

Bryndís R (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 19:08

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju elskan með prinsinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband