Námskeiðsfíkillinn ég

Í vinnunni hjá mér var boðið upp á þrjú námskeið sem tengdust vinnunni.  Mér fannst þau öll spennandi og langaði að skrá mig á þau öll en taldi, þar sem ég var ekki búin að vinna í eitt ár að ég fengi það ekki í gegn.  Síðan kom deildastjórinn yfir minni deild og hvatti okkur til þess að skrá okkur í öll þau námskeið sem voru í boði.  Auðvitað skráði ég mig í þau öll og byrjaði á fyrsta námskeiðinu síðasta mánudag og klára það á morgun.  Þetta er námskeið um liðsheild.  Það er alveg ótrúlegt hvað maður lærir mikið á þessu.  Og fyndna við þetta allt saman er að við vorum látin taka persónuleikapróf og þau voru nánast nákvæmlega eins og ég tel mig vera.  Hlédræg, læt aðra ganga fyrir, tel skoðanir aðra mikilvægari en mínar eigin og svo mætti lengi telja.  Eitt sem kom fram í þessu öllu var að ég á að vera svokölluð "pera" þ.e. ég á að vera með hugmyndir á hverri sekúndu nánast og að ég væri liðsmaður.  Ég var fyrst ekkert sammála þessu fyrr en við fórum í næsta verkefni.  Þar vorum við beðin um að skrifa niður spurningu sem átta að byrja hversu margir hér inni .. .  Sú sem er með námskeiðið var varla búin að klára setninguna þegar ég var komin með 5 spurningar en mátti bara velja eina.  Þá gall við í vinkonu minni og samstarfskonu.  Hva er peran komin upp hjá þér.  Það hlógu allir að þessu og þá fattaði ég það að ég er stútfull af hugmyndum en ég kem þeim bara aldrei á blað því ég er búin að sjá nýjar lausnir og nýjar leiðir eftir nokkrar mínútur.  Eins og t.d. er mig búið að langa að mála einn vegg í stofunni hjá mér en ég er ekki búin að því að ég er alltaf að skipta um skoðun hvernig ég vil mála hann og hvort ég eigi að setja spegill fyrir ofan skenkinn eða færa málverkið sem er á veggnum á móti.  En síðan gæti ég alveg fært sjónvarpið þangað og borðstofuborðið innar í stofuna,  Nei ég segi bara svonaLoL

Næsta námskeið í nóvember og síðasta í desember.  Bíð bara spennt og verð að viðurkenna að nú langar mig að fara að læra meira.  Kannski lögfræði, félagsráðgjafann eða..... peran að drepa mig Wink

Að öllum líkindum mun ég ekkert blogga aftur fyrr en á þriðjudaginn.  Farið þið vel með ykkur og knúsið ykkar nánustu.

knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jaja, þá er "peran" komin fram úr mér aftur

Til hamingju með afmælið

Ólafur Björn Ólafsson, 5.10.2007 kl. 17:12

2 identicon

Til hamingju með afmælið og geggjaða skemmtun í "úglöndum"

Bryndís R (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:38

3 identicon

Til hamingju með ammælið músin mín... knús og kram..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til Hamingju með afmælið elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband