11.10.2007 | 22:13
Fjör á næstu helgi
Núna um helgina verður árshátíð í vinnunni hjá unnustanum. Ég er farin að hlakka alveg rosalega mikið til. Keypti mér alveg æðislegan kjól úti og er núna að leita mér að skarti til að vera með. Ég fór í Smáralindina í dag sem er kannski ekki frásögum færandi en ég fann ekki neitt sem mér fannst passa við kjólin. Kjóllinn er í frekar klassískum/gamaldags stíl og mér finnst að ég þurfi annað hvort að vera með semelíusteina eða perlur við hann. Þar sem ég er nú að vinna við Laugaveginn er ég að spá í að nota hádegið á morgun í að kíkja eftir einhverju.
Unglingurinn kemur heim á morgun eftir vikudvölina. Ég verð alltaf svo spennt að hitta hann aftur. Veit ekki hvernig þetta verður þegar hann flytur að heima. Verð örugglega daglegur gestur hjá honum og fæ hann heim oft í mánuði. En það er nú ekki eins og hann fari að flytja að heiman á næstunni. Þegar við fórum á síðasta fund um þessi mál gáfu þau í skyn að þetta yrði í fyrsta lagi eftir 5 ár. Það kemur bara allt í ljós.
Litli prins dafnar alveg í íþróttaskólanum og spyr á hverjum degi hvort hann megi ekki fara í íþróttaskólan í dag. Þegar ég segi nei er alltaf spurt afhverju? En þegar ég segi já (sem er einu sinni í viku) heyrist í litlum prinsi YESSSS. Ætli ég verði ekki ein af þessum súpermömmum sem verða í því að sækja börn í æfingar. Eins og útlitið er núna býst ég alveg við því að hann verði í öllum íþróttum. En vonandi getur maður náð þessu niður í svona 1-2.
Mér finnst alltaf svolítið merkilegt að spá í þetta þar sem þetta er í raun í fyrsta skipti sem ég er að upplifa svona. Unglingurinn var bara í sínum eigin heim og fór reyndar 2x í viku í sjúkraþjálfun á þessum aldri. Maður er einhvernveginn samt að upplifa allt í fyrsta skipti. Það er bara gaman auðvitað en samt fer maður að hugsa um allt hitt. Á þessum aldri hafði ég næstum því verið búin að missa unglinginn minn, hann var alltaf á sjúkrahúsum, magar gleðistundir en líka margar sorgarstundir. En Pollýannan ég vil ekki hugsa út í sorgarstundirnar. Í hverju skýi er silfurþráður.
Farið vel með ykkur. Knús og kram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú meinar að hann segi "YEÞÞÞÞ" ekki "YESSS". Bara trúi því ekki
Bryndís R (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:35
Það er auðvitað YEÞÞÞÞ
Bergdís Rósantsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:09
Kristín Katla Árnadóttir, 12.10.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.