14.10.2007 | 22:48
Frábært kvöld
Árshátíðin í gær var algjört æði. Skemmti mér allveg konunglega og maturinn to die for. Við byrjuðum kvöldið á því að bjóða nokkrum vinnufélögum unnustans og mökum þeirra í fyrirpartí. Eftir það skelltum við okkur á árshátíðina. Þegar við vorum búin að taka yfirhafnirnar af okkur var tekin mynd af öllum sem komu inn og því síðan varpað á skjá þar sem fordrykkirnir voru afgreiddir. Síðan var gengið til borðs. Björgvin Franz var veislustjóri og stóð hann sig alveg með príði. Hló ekkert smá mikið af honum. Maturinn var rosalega góður. Byrjaði á sjávarréttaforrét, svo var carpacio (eða hvernig það er nú skrifað) í millirétt, aðalrétturinn var lambalund með gratínkartöflum og einhverju gúmmulaði og endað á créme brulei og kókosís. mmmmmmmmmmmmmmmmm þetta var svo gott. Skemmtiatriðin voru mjög góð. Leone Tinganelli og Hera Björk sungu nokkur lög, hið árlega skaup sýnt og síðan voru skemmtiatriði með Björgvini inn á milli. Síðan endaði þetta allt með balli með Sniglabandinu. Ekkert smá gaman. Sá í commentunum í fyrri færslu að það var verið að rukka um mynd. Ég gleymdi að láta taka mynd af okkur en ef ég fæ afrit af myndinn sem var tekinn uppfrá þá skelli ég henni inn.
Í dag var því bara tekið rólega. Unnustinn fór að aðstoða vinahjón okkar að flytja, litli prins fór að leika sér við við sinn og ég og unglingurinn sátum og horfðum á snilldarleirmyndina Shaun the sheep eða eins og það er búið að íslenska heitið Hrúturinn Hreinn. Síðan skelltum við okkur í smá heimsókn til mömmu og sátum dágóða stund hjá henni. Vinahjón okkar komu síðan í mat og komu þau með rauðvinsflösku frá Moldavíu með sér. Mjög fínt vín. Passaði vel með lambalærinu. Svekkt að hafa ekki fengið uppskriftina af lærinu hjá henni systir minni fyrr. Hefði þá verið með nákvæmlega sama í matinn og hún . Verð að segja að þetta var góður endir á góðri helgi.
Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æði spæði að þið hafið skemmt ykkur vel. Og frábærar fréttir af Logninu og Tatiönu Og gaman að sjá að Hákon var að leika við "við" sinn hehe
Bryndís R (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:00
vin sinn átti þetta nú að vera
Bergdís Rósantsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.