Ýmislegt

Í dag og í gær var afleysingabílstjóri sem náði í unglinginn.  Hann var ekkert sérlega sáttur þegar hann sá að unglingurinn var með Manchester United tösku þar sem hann er gallharður Liverpoolmaður ( þ.e.a.s. bílstjórinn).  Ég veit ekki hvað hann verður lengi að keyra þar sem hann er að leysa af á meðan vanalegur bílstjóri er lasinn en ég ætla að reyna að gera í því að vera annað hvort í einhverju merktu Manchester eða láta unglinginn vera í einhverju merktu Manchester.  Púki, ha ég, stemmir ekki Wink.

Núna er litli prins og vinur hans inn í herbergi hjá unglingnum og eru þeir þrír að horfa á Shaun the sheep.  Þvílíku hlátrasköllinn sem heyrast annað slagið eru ekkert smá.  Mér finnst svo gaman að hafa þessar elskur hjá mér og gaman að heyra hvað unglingurinn nýtur sín að vera með þá hjá sér.  Annars erum við bara þrjú heima núna þar sem unnustinn fór vestur að laga vatnið í sumarbústaðnum með bróðir sínum.  Það er eins gott að það sé í lagi þegar það er farið að kólna svona mikið.

Í næstu viku erum við að fara á fund hjá Þroskahjálp ásamt tveimur öðrum hjónum vegna sambýlismála sona okkar.  Þannig er mál með vexti að við erum þrjár fjölskyldur saman sem viljum að synir okkar séu saman í sambýli.  Þetta getur auðvitað orðið erfitt en við erum tilbúin að berjast fyrir þessu.  Við fengum bréf í sumar og þar var okkur tilkynnt að drengirnir væru komnir á biðlista og gæti það tekið fimm ár eða lengur fyrir þá að fá inni á sambýli.  Eftir lestur minn á bloggfærslu Korntopp bloggvinar míns verð ég að viðurkenna að ég er ekki alveg tilbúin til að hafa þá þrjá saman og bara einn starfsmann.  Það myndi bara ekki ganga upp. 

þangað til næst.  Farið vel með ykkur.  Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst unglingurinn þinn allt of fljótur að stækka. Eiginlega of mikið í allastaði fljótur. Mér finnst eiginlega óhugsandi að hann sé að fara að heimann. Elsku litli frændmolinn minn.   Knúsaðu hann fyrir mig og litla mann að sjálfsögðu líka.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel með drenginn þinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.10.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband