Sitt lítið af hverju.

Síðastliðinn 1 1/2 mánuð hef ég verið í einhverju lestrarstuði.  Ég er búin að lesa Flugdrekahlauparann, Viltu vinna miljarð og Saffraneldhúsið.  Þetta eru allt rosalega góðar bækur sem fá mann til að hugsa.  Núna er ég að lesa bók sem heitir the Mindkeeper's daughter.  Ég hef geymt þessa bók í svolítinn tíma þar sem þett er bók um læknishjón sem eignast tvíbura.  Þegar seinni tvíburinn fæðist kemur í ljós að hún er með Down's syndrome.  Konan var út úr heiminum og hann lætur hjúkrunarfræðinginn taka barnið og segir konu sinni að dóttir þeirra hafi dáið.  Ég er bara rétt byrjuð á bókinn og hún byrjar 1964 þannig að tímarnir eru auðvitað aðrir núna.  Allar bækur, þættir og myndir sem sýna að fólk hafni fötluðu barni sínu fer alveg rosalega í taugarnar á mér.  Horfi á unglinginn og spyr mig hvernig fólk geti hugsað sér að kynnast ekki einstaklingnum sem þau eru með.  Ég er ekki að tala um þegar börn /fullorðnir fatlaðir einstaklingar fara á sambýli heldur þegar fólk afneitar fötluðu barni sínu og setur það á stofnun eða til ættleiðinga því þau vilja ekki eiga "svona" börn.

Í dag var hinn vikulegi íþróttaskóli hjá litla prins.  Þetta var jafn gaman og alltaf og finnst mér þetta vera rosa gott fyrir hann.  Þarf ekkert að hugsa um annað en skemmta sér.  Honum finnst þetta svo gaman að á hverjum degi biður hann um að fara í íþróttaskólann.  Kannski ég sé komin með tilvonandi íþróttahetju?Tounge  Aldrei að vita.

Farið vel með ykkur.  Knús og kramInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sem betur fer hefur bæði aðbúnaði og öðru fleygt fram hvað snertir fatlaða..miklu betur má samt ef duga skal. Hér áður voru börn bara sett á sambýli ef þau voru þroskahömluð, mér er alltaf minnisstætt viðtal við konu sem ég las fyrir mörgum árum. Hún neitaði að setja sitt barn á stofnun og uppskar mikla vandlætingu hjá bæði fagfólki og aðstandendum fyrir bragðið. Þegar ég horfi til baka, til Grundarfjarðaráranna þá minnist ég þess hversu mikið yngri tveir mínir lærðu af því að vera með fötluðum einstakling á deild. Þeir tóku honum fordómalaust og hann var vinur þeirra eins og aðrir...

Æj nú er ég næstum búin að skrifa heilan pistil.

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 21:59

2 identicon

Lesi lesi lesi. Ég er með þrjár í gangi núna Fæ þessa bók hjá þér þegar þú ert búin að lesa hana.

Bryndís R (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gaman að lesa.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband