23.11.2007 | 22:16
Helv. tryggingasölumenn
Í vikunni var hringt í mig frá banka hér í bæ og mér boðin frábær trygging fyrir fjölskyldur. Börnin sjúkdóma og örorkutryggð. Ég spurði þá hvernig þetta væri ef maður ætti fatlað barn. Þá var ég spurð hvort hann væri með örorkumat frá Tryggingastofnun. Ég svaraði því auðvitað játandi og þá var bara sagt við mig. Þá er þetta ekki trygging sem hentar þér og hann kvaddi. Það er alveg órtúlegt hvað allt er frábært við "vöruna" sem er verið að selja þangað til að það kemur að þeim hlut sem er ekki tryggður. Ég var svo pirruð út í sjálfan mig að hafa ekki sagt honum að þó svo að sonur minn væri fatlaður gæti hann fengið sjúkdóma og lent í slysum sem myndu gera fötlun hans meiri. Það pirrar mig svo að í þessu "velferðarsamfélagi" okkar er ekki spáð í lítilmagnann. Maður spyr sig hvort það eigi eftir að vera erfitt fyrir litla prins að fá tryggingu þegar hann verður eldri af því að bróðir hann er fatlaður. Gerir mig vitlausa að þurfa að hugsa um það.
Þið verið að fyrirgefa mér að vera að ergja mig á þessu hérna en þetta er búið að plaga mig alveg frá því að ég talaði við þennan mann.
Farið vel með ykkur . Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég skil gremju þína afar vel Bergdís. Ég hef sjálfur unnið við að selja svona persónutryggingar og er því ofurlítið kunnugur þessu viðkvæma máli.
Það gilda að sjálfsögðu önnur sjónarmið þegar um frjálsar tryggingar ræðir en þegar um er að ræða okkar sameiginlega velferðarkerfi. Engar sjúkra- eða líftryggingar bjóða fötluðum einstaklingum tryggingu enda væri þá viðkomandi tryggingafélag að bjóða upp á tryggingasvik. Þá er ég að tala um tryggingu sem einstaklingur tekur beinlínis til að hagnast.
Dæmi: Ég greinist með krabbamein í lifur og líkur á að ég lifi í tvö ár eða lengur eru hverfandi. Ég bið um 50 milljón kr. líftryggingu af því ég veit að þá lifir fjölskyldan góðu lífi eftir að ég er dauður. Þetta gengur auðvitað ekki.
Sama gildir um erfðatengda sjúkdóma. Fötlun er hinsvegar ekki líkleg til að vera arfgeng og því sýnist mér að þessi hranalega afgreiðsla tryggingasalans hafi verið vafasöm í meira lagi.
Ég er tilbúinn að skoða þetta mál fyrir þig ef þú kærir þig um. Tel mig þekkja þennan farveg ágætlega og flest eða öll þau tryggingafélög sem bjóða tryggingar hérlendis. Þekki jafnframt að þar eru mjög mismunandi reglur og jafnframt afar misjöfn reynsla af uppgjöri bóta.
Árni Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 22:43
Ég er alveg sammála þér með það að sumar fatlanir eru erfðatengdar og ef sjúkdómur er komin af stað er ekki hægt að tryggja sig eftir á en þegar fötlun er kannski vegna mistaka í fæðingu á ekki að dæma einstaklinginn fyrirfram með svona hastalegu fasi.
Takk fyrir að bjóðast til að skoða þetta fyrir mig. Læt þig vita þegar ég er búin að hugsa þetta aðeins.
Bergdís Rósantsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:56
Sammála hverju orði mín kæra
Ragnheiður , 23.11.2007 kl. 23:00
Sammála.
Bryndís R (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:56
Ég er sko sammála þér elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.