Jóla jóla

Ég verð að viðurkenna það að ég er algjört jólabarn.  Núna er ég að vera búin  að þrífa alla gluggana í húsinu.  Gera gluggana tilbúna fyrir jólaljósin sem verða sett upp um helgina.  Ég er að vera búin með jólagjafirnar og kaupa jólapappírinn.  Á reyndar eftir að klára jólakortin og aðeins meira skraut á pakkana.  Það er nefninlega þannig með mig að ég er ekkert lengi að velja jólagjafirnar en pappírinn og skrautið það er sko annað mál.  Mamma sagði að ég væri jólapappírssnobbari Tounge.  Ég er farin að labba laugaveginn nokkrum sinnum í viku í hádeginu bara til að fá smá jólafíling.

Reyndar er ég farin að sakna vissra hluta sem voru alltaf gerðir þegar við bjuggum fyrir vestan eins og t.d. að fara út í kirkjugarð á aðfangadag og setja skreyttar grenigreinar og ljós á leiði ástvina og fara síðan til mömmu og pabba og fá nýbakað brauð og heitt súkkulaði ásamt ættingjum okkar.  Líka að fara til tengdó og borða skötu.  Þó svo að ég hafi bara gert það einu sinni.  Skrítið að fara að sakna þessara hluta þegar það eru 10 ár síðan við fluttum í bæinn.  Samt er ég mjög ánægð með þær hefðir sem við erum búin að skapa okkur hérna.  Það sem er best af öllum er að vera með fjölskyldunni minni á jólunum og slaka á.  Reyndar finnst mér æði að mamma og pabbi eru komin í bæinn þá hitti ég þau á aðfangadagskvöld Grin. Nóg um þeta.  Heyri í ykkur seinna.  Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma var að tala um að við ættum að búa til okkar jólahlaðborð. Hafa það árlegt. Hvernig lýst þér á það?

Bryndís R (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Það væri bara voða gaman.

Bergdís Rósantsdóttir, 28.11.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ertu dugleg knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband