1.12.2007 | 10:59
Heyrðu mamma....
... eigum við að fara að baka piparkökur? spurði litli prins mig um daginn. Þar sem ég hef ekki bakað piparkökur í ein..... vá það eru mörg ár síðan, verð ég að bretta upp ermarnar, finna til uppskrift og form til að skera út kökurnar. Ég man að við gerðum þetta alltaf heima hjá mömmu og pabba þegar ég var yngri. Jólatónlistin á fullu, mamma að fletja út og við systurnar fyrst og svo bróðir okkar seinna sátum við eldhúsborðið og skárum út. Þegar allt deig var nýtt fórum við að skreyta. Ég er ákveðin í því að þetta ætla ég að gera og skapa skemmtilega minningu fyrir prinsana tvo. Þessar jólaminningar ylja manni um hjartaræturnar.
Núna er ég búin að senda unnustann í Bónus svo hægt verði að skapa skemmtilegar jólaminningar fyrir litla prins og unglinginn. Veit nú ekki hvort ég geri þetta í dag eða á morgun því mig langar að fara með gullunum mínum eitthvað á flakk og njóta þess að við erum öll fjögur heilbrigð og hress og getum verið saman sem heild. Það á víst að kveikja á jólatréinu hér í Kópavoginum í dag og kannski maður skelli sér bara þangað og hlusti á fallega jólasöngva og njóti þess að það eru að koma jól.
Farið vel með ykkur. Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Eigðu góða dag kæra Bergdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.12.2007 kl. 11:33
Ohhh ég sakna þessa tíma...stundum átu krakkarnir helminginn af deiginu en þetta var svo skemmtilegt
Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.