9.12.2007 | 23:09
Undirbúningur jóla
Við erum búin að vera á fullu að undirbúa jólin. Þrír fjölskyldumeðlimir komnir með jólaklippinguna og óvíst með þann fjórða hvort hann skelli sér í klippingu fyrir jólin. Á síðustu helgi tókum við okkur til og bökuðum piparkökurnar. Þvílíkt fjör sem það var. Unglingurinn var nú samt ekkert sérlega áhugasamur en lét sig þó hafa það að sitja í svolitla stund með okkur. Á meðan við vorum að skera út kökurnar kom vinur litla prins í heimsókn og skellti hann sér bara líka í bakstur og fannst þetta mikið fjör. Ætli þetta verði þá ekki framtíðin við verðum saman að skera út pipakökur ég, strákarnir og vinurinn. Ég hugsa að það geti bara verið mikið fjör.
Annars er búið að vera nóg að gera hjá mér. Fullt að gera í vinnunni sem og einkalífinu. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig allt kemur á sama tíma. Ég hef ekki farið út að skemmta mér í marga mánuði og síðan fór ég tvisvar út um helgina. Fyrst var hið árlega jólaglögg starfsmannafélagsins og síðan í gær í fertugsafmæli. Ég verð að viðurkenna að ég sá það að þetta verð ég að gera oftar. Hafði alveg rosalega gott af því að fara svona út og hugsa bara um að njóta mín. Annars er ég soddan heimapúki að mér líður alltaf best þar, hvort sem það er með fjölskyldunni eða góðra vina hópi eða bara ein á kvöldin þegar prinsarnir mínir tveir eru sofnaðir. Mér finnst þessi hraði og spenna í þjóðfélaginu alveg rosaleg. Allt þarf að hafa gerst í gær í síðasta lagi. Fólk þarf aðeins að slaka á og njóta augnabliksins því áður en við vitum af eru börnin flutt að heiman og allt sem maður ætlaði að gera með þeim svikin loforð. Skítt með fína bíla og súperhrein hús, tími með fjölskyldunni er það sem blífur. Fórum aðeins með gaurana í búðaleiðangur í dag og ég hugsaði bara af hverju er maður að þessu en ekki að njóta þess að vera heima og gera jóló. En síðan horfði maður á litla prins þegar við gengum inn í Holtagarða og hann sá uppblásið loftfar Íþróttaálfsins sá ég að það er stundum alveg þess virði að fara í svona ferðir þegar börnin manns sjá eitthvað sem þeim finnst gaman af. Það minnir mig á þegar unglingurinn sá Jónsa í fyrsta skipti án þess að það væri í sjónvarpi. Hann starði á hann og síðan byrjaði hann að roðna. Og brosið sem kom á hann VÁ. Maður sá alveg á svipnum á honum að hann var að hugsa hey hann er til í alvöru. Bara sætt. Hann er mjög hrifin af í svörtum fötum og reyndar líka á móti sól ef hann hlustar á íslenska tónlist. Síðan komumst við að því að honum finnst mjög gaman að hlusta á R.E.M. Get ekki annað sagt en að hann er klassa maður þegar kemur að tónlist (reyndar er hann algjör klassamaður yfir höfuð)
Læt fylgja með myndir af prinsunum mínum við bakstur.
Þú getur notað þetta form.
Ekkert smá einbeittur að fletja út.
Farið vel með ykkur í jólastressinu. Knús og kram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi þetta er bara yndisleg færsla. Sjálf fer ég helst aldrei með börnin mín í búðir þeim þykir það svo ofsalega leiðinlegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 23:27
Já þessi færsla er yndisleg..muna tímann og nýta hann vel. Það finn ég nú en vissi það áður. Sem betur fer hef ég sett hlutina í rétta röð...
Yndislegt færsla og guttinn þinn er klassamaður...hefur alltaf verið það..sá litli er yndi líka.
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 23:32
Krúttleg færsla. Sé þá alveg í anda.
Man líka eftir því þegar unglingurinn labbaði á móti mér í fyrsta skiptið, ég klappaði og kallaði á hann hvað hann væri nú duglegur .. og brosið sem ég fékk.. vááá´.. ef ég hefði ekki verið löngu fallin fyrir þessu barni þá hefði ég gert það þá. Óborganlegt.
Knús og kram elsku Bergdís mín og smelltu kossi á prinsana frá mér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 02:01
Mikið er þetta fallegar myndir af prinsunum þínum Já það er mikið stress í gangi þaðer sko satt hjá þér ég mæli með að þú farir meira út að skemmta þér þú hefur gott af því. kær kveðja til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.12.2007 kl. 14:14
Jólaknús á þig gæska...
Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.