23.12.2007 | 18:44
Er líða fer að jólum....
ég er alveg að vera komin í jólafílinginn. Bara eftir að pakka inn 2 gjöfum og þrífa baðherbergið. Bíð núna eftir að mamma, pabbi, lilli bró og sonur hans komi til okkar og fái saltfisk, kartöflur, hamsa og rúgbrauð í matinn. Ég er að spá í að fara að hafa þetta sem hefð. Gaman að fá alla saman og hvíla sig aðeins á jólastressinu. Ég og litli prins skreyttum jólatréið í morgun en unglingurinn hafði engan áhuga á því , vildi bara sitja og horfa á okkur stressa sig aðeins yfir þessu. Þetta var samt bara gaman. Mér líður svo vel að vera búin að skreyta allt. Reyndar gerði unnustinn grín af mér þegar það fattaðist að aðeins eitt herbergi í húsinu er ekki skreytt. Hann spurði mig hvort ég ætlaði vikilega ekki að skreyta í þvottahúsinu
. Það er sem sagt skraut í öllum öðrum herbergjum hússins. Veit nú samt ekki hvort ég verð eins dugleg að þessu þegar við verðum búin að byggja. Stærra hús, meira skraut. Reyndar eru nú alltaf útsölur á jólaskrauti í Rúmfó rétt fyrir jólin svo það er alltaf hægt að bæta við
.
Þar sem ég held að þetta verði mitt síðasta blogg fyrir jól vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að allir hafi það sem best um hátíðarnar.
Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg Jól til ykkar allra
Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2007 kl. 02:02
Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.