Gamlársdagur.

Ég og litli prins vorum í fríi í dag og byrjuðum daginn á því að ná í unglinginn í skammtímavistunina.  Mér leist nú ekki á það þegar ég keyrði upp að húsinu rúmlega 9:30 og það var nánast ekkert ljós í húsinu.  Þegar við bönkuðum upp á kom í ljós að unglingurinn var ennþá sofandi.  Þetta er algjört undur og stórmerki á okkar heimili því unglingurinn sefur vanalega aldrei lengur en til 8.  Vona bara að hann gera þetta líka í fyrramáliðLoL.

Núna er allt af verða tilbúið fyrir fagnaðinn.  Lærið að skríða inn í ofninn, drengirnir baðaðir og allt að smella saman.  Mamma, pabbi, litla syss, mágurinn og sæta skvís frænka ætla að vera með okkur á áramótunum.  Ég ætla að bjóða þeim upp á koníakslegið lambalæri með meðlæti og sósu sem gerð er úr mareneringunni og rjóma mmmmmmmmmmmmm gott.  Mamma ætlar síðan að koma með hamborgarahrygg og bayonais skinku svo það verði örugglega nóg af ölluTounge.  Síðan er auðvitað snakkið, ostarnir og berin tilbúin í ísskápnum tilbúin að vera etinn.  Mér finnst alltaf svo gaman þegar við erum mörg saman um áramótin.  Örugglega af því að ég er alin upp við það að allir séu saman á áramótunum.  Þegar ég var lítil og einnig þegar ég bjó hjá mömmu og pabba var það hefð að við vorum með ömmu og afa(þegar þau voru á lífi) og flestum systkinum mömmu á áramótunum.  Þetta var rosamikið fjör og við skiptumst á að vera heima hjá hvort öðru.  Ekkert smá mikið fjör.  Eftir að ég og unnustinn byrjuðum að vera saman höfum við verið oftast með fjölskyldunni hans um áramótin.  Tengdó, systkini, makar og afkomendur safnast saman og hafa gaman.  Í þau ár sem við höfum verið saman höfum við verið ein áramót bara 3.  Það var áramótin 2002-2003.  Og þetta eru núna þriðju áramótin í röð sem við erum heima hjá okkur á áramótunum.  Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög gott að vera bara heima hjá mér.  Þá getur unglingurinn gert nánast það sem hann vill þar sem ég sit ekki í stressi yfir því að hann brjóti eitthvað hjá þeim sem við erum hjá á þeim degi.  En þetta er bara ég. 

Nóg af þessu rausi.  Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og megi 2008 vera fyllt gleði og hamingju.

Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár elsku Bergdís mín og fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband