13.1.2008 | 11:17
Fyrsta bloggfærsla ársins
loksins loksins er ég komin upp úr blogglægðinni. Veit ekki hvað gerðist en ég hef bara nánast ekki sest niður við tölvo í langan tíma nema til að kíkja aðeins einn bloggvinahring. Gæti verið af því að unnustinn er búin að vera að gera teikningar vegna hússins sem við ætlum að fara að byggja.
Árið byrjaði vel hjá okkur. Yndislegt gamlárskvöld með foreldrum mínum , systir, mági og frænku. Bara æðislegt. Litli prins var reyndar ekkert mikið hrifin að skjóta upp flugeldum en fannst þeir voða flottir ef hann þurfti ekki að hlusta á hávaðann sem kemur frá þeim. Unglingurinn aftur á móti var í mesta stuðinu ef hann heyrði sprengingarnar. Nýjársdagur tekinn rólega og síðan hefur maður nánast bara verið að vinna og sinna prinsunum. Á síðustu helgi fórum við á jólaball hjá Vildarbörnum og var það mikið fjör. Maður er orðinn miklu spenntari fyrir ferðinni eftir að hafa skoðað myndir úr einni slíkri ferð. Unglingurinn skemmti sér konunglega við að dansa í kringum jólatréið en litli prins er ekkert hrifin af svoleiðis ( svolítið líkur pabba sínum með það ). Þegar við komum heim ákváðum við að skjóta upp smá af flugeldum sem var mikið fjör nema að litli prins var ekki hrifin af hávaðanum. Fékk reyndar eyrnahlífar en það var ekki nóg. Það er miklu betra að vera inni sagði hann.
Litli prins fékk vin sinn í heimsókn á fimmtudaginn. Þetta er strákur sem hann kynntist í leikskólanum þegar hann byrjaði og urðu þeir strax góðir vinir. En núna í haust voru þeir settir á sitthvora deildina. Voru þeir voða sárir fyrst en eru búnir að sætta sig við það núna því "við leikum okkur bara saman úti núna" er sagt á hverjum degi.
Í gær átti unglingurinn að hitta liðveisluna en um nóttina vaknaði hann upp og var eitthvað slappur. Kom í ljós að hann var með hita og lá hann nánast í allan gærdag í móki. Reyndar var hann mjög duglegur að drekka og taka inn lyfin sín sem mér fannst mjög gott. Var reyndar að stressa mig yfir öllum smá kippum sem komu í hann, hrædd um að nú væri að koma krampi en sem betur fer gerðist það ekki. En það er svo skrítið með hann að upp á síðkastið þegar hann hefur veikst er hann búin að hrista þetta af sér á tæpum sólarhring. Spurning hvort maður þurfi að tala við doksann hans um þetta. Að minnst kosti er þetta komið niður á blaðið sem ég ætla að fara með til hans næst. Unglingurinn er komin í bananastuð núna og fer sæll og kátur í skólan á morgun.
Þangað til næst. Farið vel með ykkur . Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að unglingum er batnað...en hvað ég skil minni prinsinn með hávaðann frá flugeldunum.
Gott að sjá að þú ert komin aftur en ég er samt viss um að það er miklu meira gaman að teikna framtíðarhúsið sitt en að blogga hehe
Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 12:39
Það er nú gott að honum er að batna. Gott að þú ert komin aftur kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 10:28
smjúts love
Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.