16.1.2008 | 21:31
Ég ákvað....
... að gera eitthvað fyrir sjálfa mig á þessu ári. Fyrsta sem ég gerði var að skrá mig í áfanga sem mig er búið að langa að fara í síðan ég var að taka stúdentinn. Ákvað að taka hann í fjarnámi þannig að ég get gert þetta á mínum tíma. Þegar ég sagði stelpunum sem ég er að vinna með að ég hafði tekið þennan áfanga spurðu þær mig að því hvort ég væri léttgeggjuð þar sem fólk tekur þennan áfanga ekki af áhuga heldur af þörf. Ég veit það ekki hann heillar mig bara rosalega mikið. Núna þarf ég bara að finna upp á fleiru sem ég get gert fyrir mig. Mikill vill meira.
Ég er búin að vera að hlægja að bílstjórunum núna í snjónum. Ég keyri um á litlum bíl (reyndar á góðum NELGDUM vetradekkjum) og ég kemst allt. Síðan hef ég verið að horfa á stærri bíla og alveg upp í jeppa vera að erfiða í fannferginu. Mér finnst þetta bara fyndið. Held að það skipti máli að maður hafi lært að keyra í snjó. Þar sem ég er út af landi (pakk) þá hefur maður nú lent í öllu verra en þessu og sjaldan þurft aðstoðar við. C'est la vie.
Þangað til næst. Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá þér. Já það um að gera vera á góðu bíl þótt hann sé ekki stór góðar kveðjur til þín og þinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.1.2008 kl. 21:55
Bergdís mín, þú hefur alltaf verið skrítin.
Til hamingju með þessa ákvörðun þina dúllan mín. Gott hjá þér.
hvernig hafa prinsarnir það ? Æ ég þarf að vera duglegri við að kvitta, geri það allt of sjaldan. Les samt alltaf. Mátt ekki gefast upp á mér.
Þetta með bílana. Já ég veit um hvað þú ert að tala. Ég lærði líka sérstaklega að keyra í snjó, það er ekki sama hvernig það er gert.
Bið að heilsa þér og þínum.
Knús á ykkur öll.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 01:13
Þetta er LOL 203. Og þetta er það sem ég læri í honum
Blóð, blóðflokkar, blóðstorknun, hjarta, hjartsláttur, blóðæðar, blóðþrýstingur, hringrásarkerfi, vessi, vessalíffæri, varnarkerfi, ónæmi, öndunarkerfi, öndun, meltingarkerfi, melting, þvagkerfi, þvagmyndun, vökva-saltvægi, æxlunarkerfi, fósturþroski. Ógeðslega spennó ;=P
Bergdís Rósantsdóttir, 18.1.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.