Hann er bara æði.

Mamma kenndi mér að ef eitthvað fer miður lætur þú viðkomandi vita en ef gott sé gert áttu að láta alla vita.  Og auðvitað fer ég eftir því.

Í vikunni kom Unglingurinn minn heim með geisladisk sem ég vissi að hann átti ekki.  Ég setti hann aftur ofan í tösku og skrifaði í samskiptabókina hans að hann ætti ekki svona disk og bað þau um að koma honum í réttar hendur.  Diskurinn kom aftur og skilaboð í bókinni um það að unglingurinn ætti þennan disk.  Flytjandinn hafði komið í dagvistunina og spilað fyrir krakkana og gefið þeim eintak af disknum sem var gefin út fyrir jólin.  Þetta var hann Einar Ágúst fyrrum Skítamóralsdrengur.  Mér finnst hann eiga heiður skilið að gera þetta.  Þetta kom svo óvænt þar sem ekkert hefur verið sagt um þetta í blöðum eða fréttum og finnst mér það sýna að hann er að gera þetta af áhuga en ekki sem auglýsingu.  Einstaklingar eins og unglingurinn minn skipta máli.  Það er ekki frásögum færandi að unglingurinn er búin að vera að hlusta á diskinn með sælubros á vör og annað slagið heyrir maður hlátur og gleðihljóð.  Einar Ágúst, þú ert ÆÐIInLove

Svo maður haldi áfram með sögur af unglingum.  Í gær þegar ég var að undirbúa kvöldmatinn var hann alltaf að koma inn í eldhús og athuga hvernig gegni.  Í eitt skiptið tók ég hann til min og með minni aðstoð skar hann niður bjúguna sem var að fara í eggjakökuna.  Hann var alveg rosalega áhugasamur fyrst en þegar bitinn sem skorin var var farin að minnka hætti áhugin á matargerðinni og hnífnum var sleppt.  Greinilegt að hann er meira hrifin að borða matinn heldur en að undirbúa hannLoL.  Kannski að hann fari að sýna mér meiri þolinmæði á meðan ég elda héðan í frá (maður má láta sig dreymaTounge)

Fór í dag og keypti bókina fyrir áfangann sem ég skráði mig í og er ég búin að vera að fletta henni bak og fyrir.  Hlakka svo til að geta sökkt mér í innihaldið og notið þess að gera eitthvað bara fyrir mig.  Þetta er bara spennandi.  Kannski að maður láti verða af því að fara í meira nám, hver veitWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig Bergdís mín, já hann Einar Ágúst er svo sannanlega góður drengur.

Knúsaðu molana þína frá mér.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var fallegt hjá honum, reglulega...

Ragnheiður , 18.1.2008 kl. 22:54

3 identicon

Vá þetta er frábært hjá honum. Sé alveg Ellann fyrir mér að hlusta.

Bryndís R (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta flott hjá honum kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband