Hitt og þetta

Í gærkvöldi hittumst við nokkrar frænkurnar til að kveðja eina sem er að fara að flytja til Danmerkur.  Var þetta mjög rólegur og fínn tími.  Vorum svo heppnar að það var kynning á rauðvíni á staðnum og frítt að drekka fyrir þá sem það vildu og ítalskir ostar, parmaskinka og annað ítalskt gúmmulaði í boði fyrir alla.  Það var voða næs að hitta þær og gaman að hitta eina sem ég hef ekki séð í nokkur ár þar sem hún er við nám í Danmörku.  Mér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess að þessi tilvonandi læknir var einu sinni lítil mús sem ég passaði heilt sumar.  Hún var yndisleg þá og er enn yndisleg.  Mér finnst ég ekki vera það gömul að krakkar sem ég var að passa geta verið læknarnir mínir eftir 2 ár.  ÓtrúlegtWink.  Annars lítð að frétta.  Búin að vera að lesa í skólabókinni og lesa yfir glósur sem kennarinn sendi.  Ég er enn voða spennt fyrir þessu en samt kom upp mín vanalega tilfinning um að ég geti ekki hlutinn.  Ég sé ekki nægilega greind til að geta hlutinn.  Sé á einhvern hátt einskis verð.  Ég veit það alveg að þetta er ekki satt en samt er ég með þessa niðurrifs rödd alltaf til staðar.  En nóg um það.  Ég hef góðan stuðning frá unnustanum og foreldrum mínum og á yndislega púka sem ég geri allt fyrir að eigi yndislegan tíma. 

Best að fara að læra aðeins meira því það er krossapróf í næstu viku.  Erum að læra um blóðið núna og er alveg ótrúlega margt sem maður vissi ekki um þennan lífssafa okkar.

Farið vel með ykkur.  Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband