Ég sá að....

... það þýðir ekkert að vera svona svartsýnn eins og ég var í fyrra bloggi.  Tók mig á og ákvað að gera það sem mér finnst einna skemmtilegast að gera.... að baka.  Ákvað að skella í hjónabandssælu því hún er einna vinsælust hér á bæ, en ég komst í svo mikið stuð að þrjár aðrar gerðir af kökum litu ljós.  Nú vantar mig bara að það komi gestir svo þetta endi ekki allt upp í mér( má nú ekki við því Tounge).  Ég hefði örugglega haldið áfram ef ég hefði átt meira af eggjumWink.  Mér finnst alltaf ágætt að eiga eitthvað í frystinum ef það koma óvænt gestir. 

Núna sit ég við tölvuna og hlusta á diskinn sem Einar Ágúst gaf unglingum.  Þetta er ekkert smá góður diskur.  Hann er svo einlægur.  Mér finnst ekkert eins gott og að hlusta á góða tónlist ef hugurinn fer að fara í svartsýnisham.  Tónlist er mjög mikilvæg fyrir mig.  Þegar mestu erfiðleikarnir voru með unglinginn og við vorum sem mest á spítalanum sat ég oft annað hvort með hann í fanginu eða lá hálfvegis upp í rúmi hjá honum og söng með tónlist sem við vorum að hlusta á eða einhver lög sem ég vissi að honum fyndist skemmtileg.  Enda er hann eins og mamma sín elskar að vera með tónlist í kringum sig.  Síðan sýnist mér að litli prins ætli að vera svona líka því hann er alltaf syngjandi.  Stundum þegar við erum að fara í leikskólann og hann heyrir lög í útvarpinu fer hann að syngja með og síðan heyrist " mamma þetta er gott lag".  Bara sætastur.  Hvernig á maður að geta verið í vondu skapi þegar maður á svona gullmola eins og þeir eru.  Skil það ekki. 

Hef þetta nóg í bili.  Litli prins er að biðja mig um að leika við sig í sjóræningjaleik.  Auðvitað gengir maður þeirri beiðniLoL  Ruplum og hænum (eins og litli prins segir)

Þangað til næst.  Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahah  "ruplum og hænum." KRÚTTKAST.

Þú ert nú alltaf jafn dugleg í eldhúsinu ljúfust... !  Bið að heilsa i kotið .  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert góð mamma knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband