Ekkert smá ánægð núna

Var í fyrsta kaflaprófinu í LOL-inu (sjálfspróf) sem var úr kaflanum um blóð og ég svaraði 95% spurninganna rétt.  Ekkert smá ánægð með sjálfa mig núna.  Fannst ég gjörsamlega ekkert vita áður en ég tók prófið og ákvað að láta slag standa og sjá hvernig mér myndi gangaTounge.  Byrja að lesa næsta kafla í kvöld en þá fer ég að læra um hjartað.  Mér finnst þetta voða spennandi.  Færi þó ekki þannig að maður myndi verða líffræðingur LoL.  Held samt ekki.  Kannski maður ætti bara að drífa sig í kennarann og kenna líffræði.  Hver veit nema maður láti sig vaða einhverntíman.

Í gærkvöldi vorum við að gera lokabreytingar á teikningunum af nýja húsinu.  Reyndar breyttum engu en vorum að spá í hvort við ættum að breyta gluggunum.  Þetta verður ekkert smá flott (vonandiWink) A.m.k. ætla ég að reyna mitt besta að hafa þetta sjálfhreinsandi hús þannig að ég mæti bara heim á daginn og þá er allt skínandi hreintGrin.  Maður má láta sig dreyma.    Jæja best að hætta þessu bulli og fara að læra.  Skjáumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þú ættir bara að skella þér í kennarann til hamingju með sjálfhreinsandi húsið og um að gera að láta sig dreyma.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 17:25

2 identicon

Bergdís láttu þér ekki detta það í hug að skilja mr.muscle eða hvað hann heitir eftir heima á meðan þú ferð í skólann.. þessi fjandans letihaugur nennir ekki neinu.. hann er aldrei búinn að þrífa þegar ég kem heim, og Ajax stormsveipurinn er álíka getulaus.

Annars, til hamingju með prófið, og húsið, vonandi bara kem ég svo þangað í kaffi .. ehemm.. já er það ekki .. eigum við ekki bara að stefna að þvi honnýbunn. ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 02:39

3 Smámynd: Borghildur F.Kristjánsdóttir

Til hamingju með prófið.....þetta er frábært árangur :)

Borghildur F.Kristjánsdóttir, 2.2.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband