Síðustu dagar og veikindi

Þá eru þeir farnir og koma ekki aftur fyrr en á næsta ári þeir félagar bollu-, sprengi- og öskudagur.  Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þeir alltaf voða skemmtilegir.  Síðasta sunnudag ákvað ég að bjóða mömmu, pabba, bróa og litla púkanum hans í bollukaffi.  Það var ekkert smá gaman.  Þegar ég hringdi í þau vildi litli púki tala við mig.  Ég spurði hann að því hvort hann vildi ekki koma að heimsækja frænku og þá svaraði hann já borða Bediþ.  Það vill nefninlega þannig til að alltaf þegar hann kemur í heimsókn býð ég þeim í kaffi eða mat.  Litli kúturinn komin með matarást á frænku sinniTounge.  Unglingurinn var mjög ánægður með bollukaffið og borðaði vel.  Á mánudaginn fór hann svo í skólann með fullt nestisbox af bollum.  Hann er núna í skammtímavistuninni og kemur ekki heim fyrr en á mánudaginn.  Hlakka ekki smá mikið til.  Á þriðjudaginn buðum við vinafólki okkar í mat og var það mikið fjör.  Litli prins var nú ekki á því að þessi súpa væri eitthvað góð en vildi þó fá að smakka.  Eftir smá stund heyrðist mér finnst svona súpa ekkert góð.  Datt mér ekki í hug alveg eins og pabbi sinn.  Þó ég sé búin að gefast upp á því að bjóða unnustanum súpuna er ég ekki af baki dottin með að láta litla prins borða hana.  Það er svo leiðinlegt að sitja einn og borða súpuna.  Við vorum búin að vera lengi að leita af búning fyrir litla prins fyrir öskudaginn en hann var sko ekki á því að vera í hverju sem er.  Eina sem kom til greina var Bósi ljósár.  Við vorum búin að þramma hverja búðina á fætur annari og aldrei fannst búiningurinn.  Síðan var mér bent á Einu sinni var.  Ég var auðvitað fljót að hringja þangað en því miður hann er bara búin nema einn sem er fyrir 7-8 ára.  Nú voru góð ráð dýr þar sem litli prins er svolítið ákveðinn og erfitt að láta drenginn skipta um skoðun.  Svo á þriðjudaginn var aftur farið af stað og leita af búinin.  Og þetta var einhvernveginn svona:

litli prins:  Vá þarna er shrek

ég: Viltu shrek?

litil prins: Nei, bara Bósa.

Ég: en bósi er ekki til.  Athugaðu hvort þú sjáir eitthvað sem þú vilt vera.

Litli prins: Vá spiderman

ég: viltu fá spiderman?

hann: nei, bara skoðan hann.

hann: Vá superman, en ég vil ekki fá hann.

ég: dæs, sérðu ekkert sem þú vilt.

Hann: Mamma ég fann leifur mcqueen.  Ég vil hann.

Ég: YES (í huganum).  Komdu við skulum borga hann.

Ég er búin að ákveða að pabbi hans fari með hann á næsta áriGrin

Núna situr hann upp í rúmi svo slappur þar sem hann fékk ælupest í gærkvöldi.  Var að þangað til um 4 í nótt.  Síðan þegar hann vaknaði í morgun er hann búin að vera að rifja upp gærkvöldið.  Ég vill ekki verða svona veikur aftur.

Verð að hætta ungir prinsar vilja fá eplasafa.  Farið vel með ykkur.

Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gott að þetta endaði vel með búninginn. Verst hvað hann var lasinn ég vona að allt gangi vel hjá þér Bergdís mín.

Knús og kram.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 10:49

2 identicon

Hver er Leifur Mcqueen?

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:59

3 identicon

Hæ Bergdís.

Getur verið að við höfum verið saman í herbergi á vistinni eina önn við FVA Akranesi?

Gaman að lesa bloggið þitt.  Vissi alltaf að þú hefðir mikinn áhuga á tónlist ;)

Kem til með að lesa bloggið þitt af og til ef það er í lagi þín vegna.

Kv. Dalla S:)  ennþá á Akranesi :)

Dallilja Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:49

4 identicon

Æ dúllan   Hann er bara líkur pabba sínum að utan en mömmu sinni í skapinu Það er gott að vera ákveðinn, það veður enginn yfir hann á meðan.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband