Stollta mamman

Fórum á fimmtudaginn í foreldraviðtal í leikskóla litla prins.  Mér fannst mjög áhugavert að hlusta á hvað þar var sagt því margt sem hann er ekki að gera þar er hann mjög duglegur að gera heima.  Reyndar kom það í ljós að hann er að fá alltof góða þjónustu heima því hann reynir allt sem hann getur til að láta klæða sig í útifötin.  Núna er hann í miklu prógrammi hjá okkur að klæða sig sjálfur.  Ég held samt að þetta sé skiljanlegt þar sem bróðir hans getur ekki klætt sig sjálfur þá finnist honum það sjálfsagt að hann sé líka klæddur í fötin.  Hann getur þetta alveg en hitt er bara miklu þægilegraWink.  Ég var mjög glöð að heyra að hann er mjög vel liðinn af öllum, er með góða sjálfsmynd (er konungur alheimsins, fyrir þá sem kunna eitthvað í uppeldisfræðum) sem sagt hann er bestur, frábærastur og allt það.  Hann á bestu vini sem hann leikur sér mikið með en er samt ekki að skilja aðra útundan.  Ég er alveg farin að sjá þetta fyrir mér þegar hann verður eldri.  Ég verð með fullt hús af krökkum alla daga.  Verð samt að viðurkenna að mér finnst þetta allt æðislegt.  Þekkjum þetta ekki með unglinginn þar sem hans vinir eru eins og hann. 

Er búin að ákveða að hafa rólega helgi.  Bara slappa af og njóta lífsins með gullunum mínum.  Reyndar ætlar unglingurinn að hitta liðveisluna sína á morgun og þá gerum við að öllum líkindum eitthvað með litla prins á meðan.  Unglingum finnst mjög gaman að fara með liðveislunni sinni.  Ef maður talar um hana brosir hann og gefur frá sér gleðihljóð.  Í gær ætlaði hann að vera eitthvað óþekkur við að taka lyfin sín.  Ég horfði á hann og sagði "Ef þú tekur ekki inn lyfin getur þú ekki hitt liðveisluna um helgina" eins og við mannin mælt tók hann inn öll lyfin án þess að vera með stæla og borðaði matinn með bestu lyst.  Hann gerir greinilega allt til að hitta liðveisluna.  Þetta gladdi líka mömmuhjartað mikið því mér finnst þetta sýna að skilningur talaðs máls hefur aukist hjá honum.  Það er greinilegt að framfarirnar ætla ekki að hætta þó svo að sé komin á 17 ár.

Hafið það gott um helgina. 

Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband