smá montfærsla

Ein bara í montfærslunum núnaTounge.  Í morgun þegar ég var að klæða mig heyrði ég að litli prins var búin að opna fyrir bróðir sínum og var eitthvað að bardúsa.  Þegar ég kom fram var hann búin að taka til morgunmat fyrir þá bræður og lýsið fyrir sig.  Algjör dúlla.  Tilkynnti mér svo að Unglingurinn hefði sagt honum að hann vildi vanilluskyr en hann mætti fá bananaskyrið.  Bara krútt.  Þó mér finnist þetta æðislegt þá finnst mér það frekar sorglegt að hann þurfi að finnast hann knúin til þess að aðstoða bróðir sinn ef við erum ekki nógu fljót að redda hlutunum að hans mati.

Í dag er unglingurinn að fara með liðveislunni sinni á flakk og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt með litla prins.  Ætti nú að vera að læra undir krossapróf sem ég á að taka í vikunniCrying.  Æ geri það bara í kvöld þegar gullin mín eru sofnuð.

Eigið þið góðan dag.

knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lena pena

Mér finnst þetta nú bara svo sætt...þvílíkir bræður :-) Krakkarnir mínir eru líka svona og hjálpa bróður sínum þegar hann þarf á að halda. Ég held að krakkar sem eiga langveikt systkini læri að bera svo mikla umhyggju fyrir öðrum.

Lena pena, 17.2.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Já ég held að þetta sé rétt hjá þér.  Þeir sem alast upp með langveiku fólki er umhyggjusamara heldur en aðrir.  A.m.k. er það mín reynsla. 

Bergdís Rósantsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hvað þetta er sætt.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Ragnheiður

Hann er yndislegur. Hann mun einmitt læra að vera umhyggjusamur við aðra. Mínir nutu þess heiðurs að læra á fötluð bekkjarsystkini á sínum tíma, þeir voru móttækilegir fyrir því og lærðu mikið af.

Ragnheiður , 18.2.2008 kl. 19:53

5 identicon

Hann elst bara upp sem betri manneskja fyrir vikið. Ég get ekki séð neitt athugavert við þetta.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Gaman að sjá og heyra hvað þú átt flotta stráka...knús Fanney gamla grundfirðingur

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband