28.2.2008 | 21:04
Bloggleti.
Það er búin að vera ferleg bloggleti eitthvað í mér. Unnustinn er erlendis og þá nennir maður ekki að gera neitt nema slappa af eftir að skrákarnir sofna. Litli prins reynir nú að nýta sér það að pabbi sé ekki heima og vaknar á nóttunni til að fá að koma upp í. Í fyrrinótt var ég búin að færa hann aftur í sitt rúm og rétt að sofna þegar það er bankað í mig aftur. Ég á að sofa upp í hjá þér. Ég var auðvitað fljót að segja nei þá sagði hann hættu nú þessu rugli pabbi sagði það. Þið getið auðvita giskað á hvar hann svaf þá nótt. Í kvöld bauð ég mömmu, pabba og bróa í mat. Gerði uppáhaldsmatinn hans bróa míns sem er lasange. Ég var ekki nógu sátt við það, ekki alveg rétta bragðið af því. Kannski var ég ekki nógu þolinmóð að láta hvítu sósuna þykkna því hún var nánast eins og rjómi. En allir voru ánægðir með það og vel borðað. Unnustinn kemur heim annaðkvöld og ég hlakka ekkert smá mikið til. Það er alltaf svo gott þegar við erum öll saman. Jæja best að hætta þessu núna og fara að læra.
Farið vel með ykkur.
Knús og kram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe já auðvitað reynir maður að nota svona smugur..hehe krúttið
Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 21:08
Það er alt í lagi að taka sér Bloggfrí öðru hverju
Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.