í lok vikunnar..

er gott að rifja aðeins upp hvað maður gerði skemmtilegt í vikunni.  Á miðvikudaginn byrjaði ég reyndar á því að fara til tannlæknis.  Kannski ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en bráðnauðsynlegur andsk. annað slagið.  Eftir pyntingarnar í stólnum (djók) náði ég í unglinginn í dagvistunina og svo var brunað og náð í litla prins í leikskólann, því nú skyldi arkað til Sýslumanns og fá vegabréf fyrir draumaferðina.  Þvílíkt og annað eins fjör eða þannig.  Byrjaði á því að unglingurinn sat sem fastast á gólfinu og neitaði að hreyfa sig.  Loksins þegar ég náði honum upp á stólinn til að taka mynd var ekki séns að fá hann til að horfa beint áfram.  En loksins náðist mynd og starfsmennirnir sögðu við notum þessa.  Ég leit á hana og þverneitaði að láta þessa mynd í passan.  Ef hann hefði mætt á svæðið með þessa mynd í passanum hefði okkur verið hent úr landi því hann leit út eins og Quasi Moto.  Ég var grimm og fékk það í gegn að önnur mynd yrði tekin, thank god.  Fengum ágætismynd af honum í passann.  Litli prins var næstur, setti upp hið mesta gervibros sem ég hef á ævinni séð og taldi sig í góðum málum.  En nei talvan neitaði myndinni því hann var ekki nægilega nálægt.  Svo það varð taka tvö og þrjú og fjögur og í fimmtu tilraun kom loksins mynd sem var hægt að nota.  Ég lofaði sjálfri mér því að eftir 5 ár fer unnustinn með þá í vegabréfsleiðangur.  Litla prins fannst ferlega skrýtið að hann fengi enga mynd eftir að hún var tekin af honum en ég sagði honum að eftir marga daga myndi vegabréfið koma til okkar.  Á föstudaginn þegar við komum heim beið póstur með nöfnum þeirra á gólfinu í forstofunni.  Litli prins fékk að opna sitt bréf og varð voða hissa að sjá vegabréfið komið og spurði undrandi  eru margir dagar búnir að koma?  Skiljanlegt að hann hafi talið það þar sem ég bjóst ekki við að fá vegabréfin í hendurnar fyrr en eftir 10 daga eða svo.

Í kvöld er árshátíð í vinnunni minni.  Unglingurinn stakk af til ömmu og afa og litli prins fær frænku sína í heimsókn til að passa sig.  Ekkert smá spenntur.  Við ætlum að vera með smá fyrirpartý áður en við skellum okkur á djammið og er komin smá djammspenningur í mína.  Búin í klippingu og litum og kjóllinn bíður inn í skáp eftir að réttur tími komi til að skella sér í the gladrag.  Best að fara að þrífa áður en fólkið kemur.

Hér kemur eitt sem kemur mér alltaf í stuð. 

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er greinilegt að nóg er að gera hjá þér. Skemmtið þið ykkur vel Bergdís mín.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 20:23

3 identicon

Hidere sys, já um að gera að senda Gauk með þá næst :P Held hann hafi bara gaman af því..

& eitt að lokum:
Ólafur Þór Eiríkson, ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en hvað kemur það sem þú sagðir þessari bloggfærslu við?

Bósikallinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband