24.3.2008 | 21:39
Gleðilega páskarest
Á föstudagsmorgun fórum við fjölskyldan vestur í sveitina okkar. Litli prins varð ekkert smá ánægður með það því honum finnst æðislegt að geta hlaupið um á túninu án þess að heyra öskrað af foreldrunum "passaðu þig á bílunum". Unglingurinn var líka mjög glaður að koma vestur en ég hef tekið eftir því að gleðin er ekki sú sama og hún var þegar mamma og pabbi bjuggu ennþá fyrir vestan. Ekki það að honum finnist ekki gaman að hitta hitt skyldfólkið en hann er með sérstök tengsl við mömmu og pabba. Á föstudeginum fórum við síðan í mat til tengdó og síðan aftur út í bústað. Horfðum á myndina Blood dimonds. Vá hvað þetta er góð mynd en djís hvað ég varð reið að horfa á hana. Sjá blessuð börnin vera dópuð upp og hent út til að drepa. Fæ bara kuldahroll. Á laugardaginn fór unnustinn í klippingu og á meðan fórum við strákarnir í búð. Verð nú að viðurkenna að mér finnst nú aðeins meira úrval núna heldur en það var áður en búiðin var færð til en verðlagið djís. Adda mín ég skil alveg að þú nennir að skutlast í Bónus í Stykkishólmi. Síðan fengum við fullt af gestum í sveitina. Sem betur fer var ég búin að baka vöfflur og þeyta rjóma eins og góðri hússtýru sæmir og rann það vel niður í gestina. Á sunnudaginn fórum við í hádegismat til tengdó og síðan var farið og horft á Man utd - Liverpool hjá mági mínum. Alltaf gaman að horfa á mína menn vinna Liverpool sérstaklega þegar maður horfir á það með hörðum Liverpool aðdáenda . Síðan var brunað í bæinn. Fórum reyndar við í Hvalfirðinum þar sem vinafólk/frændfólk okkar var í bústað og lentum þar í dýrindisgrillmat. mmmmmmm. Enda voru það þreyttir ungir herramenn sem komu heim í gærkvöldi. Í dag kíktum við í heimsókn til mömmu og pabba og sátum hjá þeim í dágóða stund. Unglingurinn klipptur og þá á bara eftir að klippa litla prins fyrir draumaferðina sem verður farin bráðlega. OOOO hvað ég er farin að hlakka til.
Litli bróðir minn var 21 árs á laugardaginn og vil ég óska honum innilega til hamingju með það. Hefði nú viljað blogga um það á afmælisdaginn hans en þar sem ég var ekki nálægt tölvu þá verð ég bara að gera það núna. Finnst alveg ótrúlegt að það séu liðin 21 ár síðan hann fæddist og ennþá undalegra að litli bróðir minn á tæplega tveggja ára gutta sem reyndar yngir mann mikið upp þar sem hann er nánast klón af pabba sínum . Bara sætir.
Þangað til næst. KNús og kram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Athugasemdir
Ég segi sama alltaf gott að koma vestur. Til hamingju með bróðir þinn.
Hafðu það gott mín kæra
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 17:22
Knús á þig ljúfust, mér þykir vænt um þig
Takk fyrir að vera til
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.