29.3.2008 | 22:12
Ætli það sé komin annar Friendsfíkill í fjölskylduna?
Í gær sátum við unglingurinn og horfðum saman á Friends. Hann er nú ekkert sérlega mikið fyrir sjónvarpsgláp og fannst mér því merkilegt hvað hann nennti að liggja upp í sófa og horfa með mér. Það sem var síðan skemmtilegast af öllu var það að hann hló nokkrum sinnum á réttum stöðum í þættinum. Ég er kannski komin með annan Friends fíkil á heimilið.
Í dag fórum við í skírnarveislu hjá frænda unnustans. Litli gullmolinn þeirra svaf alla skírnina. Greinilega sáttur við nafnið sitt. Mamma litla gullmolans er frá Brasilíu og var gaman að sjá að mamma hennar og bróðir komu til landsins fyrir skírnina og ætla að vera hjá þeim í einhvern tíma. Ég fór að hugsa hvort þetta væri nú ekki mikið sjokk hjá þeim að koma úr öllum þessum hita og í kuldana á okkar farsældar fróni. Eftir skírnina fórum við til mömmu og pabba í heimsókn og var Oddur frændi í heimsókn hjá þeim. Ég hef ekki talað almennilega við Odd í mörg ár og var því mikið skrafað og hlegið. Vonandi að maður hitti hann fljótlega aftur. Síðan var farið heim og horft á BESTA LIÐ Í HEIMI Manchester United vinna Aston villa 4-0. Litli prins var mjög ánægður þegar hann sá að Rooney hafði skorað. Hann er orðinn svo mikið fan á þessu liði að hann talar um það í svefni. Við vöknuðum eina nóttina við það að hann var að ræða við einhvern í svefni og síðan heyrðist í honum. Nei, það er Manchester united. Bara krútt.
Ætla að fara að horfa á einherja góða mynd. Njótið restarinnar af helginni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.