Unglingurinn minn kemur mér sífellt á óvart.

Í morgun var unglingurinn minn mikið áhugasamur um að fara út.  Ég sagði honum að við myndum fara út eftir hádegismatinn og fór hann þá að leika sér.  Stuttu seinna stendur hann upp og fer fram í forstofu.  Byrjar á því að athuga hvort hurðin sé í lás en síðan fór hann í fataskápana, opnaði allar hurðir og skoðaði mikið.  Síðan heyrði ég herðatré detta í gólfið og leit upp og þá kom unglingurinn gangandi inn með úlpuna sína í fanginu og kom með hana beint til mín.  Ég sagði honum að nú væri ekki tími til að fara út þá labbaði hann inn í eldhús til pabba síns, settist á gólfið með úlpuna í fanginu.  Þó svo að hann hafi sýnt viljan sinn í verki var ekki farið út fyrr en eftir hádegi.  Ég verð alveg að viðurkenna að ég bjóst aldrei við því að ég myndi sjá unglinginn minn sýna viljan sinn svona greinilega, a.m.k. ekki á þessu sviðiGrin.

Varð bara að deila þessu með ykkur því þetta gladdi mömmuhjartað gífulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hann stekkur áfram í þroska blessaður, það er gaman að lesa það.

Ragnheiður , 30.3.2008 kl. 22:50

2 identicon

Hann er líka bara mesti snilli í heimi.

Bryndís R (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 07:01

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú mátt vera stolt af honum Bergdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 11:30

4 identicon

Núna fékk ég tár í augun.  Ég man þann tíma þegar hann átti aldrei að geta gengið.

Ég man það líka allt í einu að ég á inni matarboð   Ég sagði alltaf að hann myndi ganga. 

Knúsaðu hann stórt frá mér.. ´æ lov jú gæs.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband