flísalögn, læknaferð og fleira

Unnustanum mínum datt í hug að fara að flísaleggja þvottahúsið á laugardaginn.  Þetta tekur enga stund, verður bara þvottavélalaus í mesta lagi 2-3 daga.  Úff, 2-3 dagar hérna merkir að það eru komnir hólar af fötum út um allt hús.  Maður er bara fegin að unglingurinn sé ekki heima núna því annars væri ég syndandi í fötumLoL.  Verð nú samt að viðurkenna að þvottahúsið er orðið mjög flott og þvottavélin á að vera orðin tengd seinnipartinn.  vonandiTounge 

Eitt það besta sem ég veit er kjötsúpan hennar mömmu.  Þar sem kjötsúpa er ekki vinsæll matur á mínu heimili fæ ég hana mjög sjaldan.  Í gær hringdi mamma í mig og spurði hvort ég væri búin að ákveða eitthvað með mat.  Ég sagði nei og þá bauð hún okkur fjölskyldunni í mat.  Henni langaði svo í kjötsúpu og vildi endilega bjóða okkur líka. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMM hún var svooooo góð.  Vantaði bara að hafa systurhöndina og hennar fjölskyldu líka.  HEHEHEHE ég fékk kjötsúpu ekki þú Tounge.  Nei segi bara svona.  En skrítna við þetta allt saman er það eins og okkur kvenpeningnum í fjölskyldunni finnst þetta gott er kallpeningurinn ekki sérlega hrifin.  Nema litli prins.  Hann borðaði eins og herforingi í gær og heyrðist inn á milli - mmm þetta er góð súpa hjá þér amma.  Bara krútt.

Ég er að fara með unglinginn til læknis á eftir og einhverjahluta vegna er ég alltaf með smá kvíðahnút í maganum áður en ég fer.  Skil það ekki því síðustu ár hefur bara komið gott út úr öllu.  Held bara að maður slaki aldrei á yfir honum.  Hann er auðvitað með besta lækni í heimi og hjúkrunarfólkið upp á Barnaspítala er best.  Það er svo gaman að koma þangað með hann og heyra í hjúkkunum okkar hrópa upp yfir sig Vá hvað hann er orðin duglegur, þú ert nú alltaf sætastur og bestur.  Unglingurinn vanalega horfir bara á þær og glottir út í annað.  En þegar Pava (hann kallar lækninn sinn það) birtist verður hann yfir sig hrifinn og nánast hrindir konunum frá sér til að hitta vin sinn.  Bara krútt.  Læt ykkur vita hvernig gekk.

Þangað til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband