8.4.2008 | 20:54
Unglingurinn minn er.....
sætasti, besti og duglegasti einstaklingur í heimi. Nei segi bara svona. Er reyndar rosalega ánægð með hvað hann kom vel út hjá lækninum. Þau urðu mjög hissa og glöð að sjá hvað hann hafi tekið miklum andlegum þroska frá því að þau sáu hann síðast fyrir 5 mánuðum síðan. Núna sat hann eins og herramaður og fletti bókum, reyndi reyndar að komast út þegar hann nennti ekki að hlusta á röflið í okkur lengur annars var hann bara rólegur. Sýndi prakkarahliðina sína þegar læknirinn hans fór fram á gang stökk hann upp og á eftir honum og við sem sátum eftir náðum ekki að stoppa hann. Kom síðan sæll og glaður með Pava sínum þegar þeir voru búnir að gera það sem þurfti að gera frammi. Hann er með húmorinn í lagi var þá sagt. Næsta eftirlit eftir 6 mánuði nema eitthvað komi uppá.
Læknirinn hans var að spá í hvort hann ætti að setja hann í segulómun á heilanum til að skoða eitthvað sem hann er að spá. Vill samt ekki gera það því að sú niðurstaða sem hann telur að komi fram breytir engu fyrir unglinginn. Segist ekki geta sett hann í svæfingu í tæpan klukkutíma bara fyrir forvitnissakir. Síðan kom "sjáum til eftir 6 mánuði nema að eitthvað breytist í millitíðinni". Ég verð alveg að viðurkenna að þetta æsir alveg upp forvitnispúkann í mér en ég er sammála Pava með það að við eigum ekki að setja unglinginn í óþarfa svæfingar.
Fleiri sögur af unglingnum. Hann er í skammtímavistuninni núna og þær hringdu í mig í gær til að forvitnast hvort hann yrði að vera fastandi líka af því hann má ekki taka inn lyfin sín ef það eru teknar blóðprufur. Ég sagði þeim að auðvitað mætti hann borða en bara ALLS ekki taka inn lyfin. Þá var mér sagt frá því að unglingurinn hefði farið í heita pottin eftir matinn. Þegar átti að taka hann upp úr pottinum neitaði hann að koma. Vildi bara njóta sín í heita vatninu og líða vel. Það var margt reynt en unglingurinn lét ekki haggast. Þetta endaði síðan þannig að það þurfti að taka tappan úr heita pottinum til að ná honum upp úr.. Ákveðinn ungur herramaður .
Knús og kram á alla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hann er óttalegt krútt, verst að hann er orðinn svo stór að það má ekki kalla hann krútt lengur hehe
Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 21:17
Gott að það gekk vel hjá lækninum...það er líka aldeilis gott að vera með ákveðnar meiningar knús..
Lena pena, 9.4.2008 kl. 09:57
Æ lof him júnó !!
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:41
Hann er krútt þessi elska og það var gott að gekk vel hjá lækninum kær kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.