26.4.2008 | 20:01
I'm baaaaack
Sælt veri fólkið.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað í rúmar tvær vikur er sú að við fjölskyldan ásamt mömmu og pabba skelltum okkur til Flórída í Vildarbarnaferð unglingsins. Ferðin byrjaði þann 11 apríl þegar við flugum til Orlando. Þó svo að þetta væri fyrsta utanlandsferð unglingsins mætti halda að hann hefði ekki gert annað en að fljúga. Lentum í Orlando um níuleytið að kvöldi til. Mjög spennt fyrir ævintýrinu sem framundan var skelltum við okkur í gegnum tollinn og biðum eftir töskunum, bílstól litla prins og hjólastól unglingsins. Fundum töskurnar og bílstólinn fljótlega en engann hjólastól. Náðum í starfsmann og mikil leit var gerð að stólnum en enginn stóll fannst. Þessar elskur í tollinum lánuðu okkur stól sem við fengum að vera með allan tímann. Stóllinn er ekki ennþá fundinn og mun að öllum líkindum aldrei finnast .
En fall er fararheill hefur maður einhverstaðar heyrt og voru það sko orð að sönnu. Fengum voða fína íbúð í Bahama Bay resort og mjög fínan sjö manna Toyotu.
Fyrstu tvo dagana tókum við því bara rólega, kíktum aðeins í búðir, keyrðum um og gengum um svæðið sem við vorum á. Fyrsta kvöldið okkar sáum við fysta krókódíl ferðarinnar. Það er vatn inn á resortinu sem er fullt af krókódílum og lá einn við bryggjuna. Ekkert smá spennó að sjá svona "live". Lilti prins talaði bara um að þessi krókódill væri nú góður því hann var ekki að bíta neinn.
Á mánudeginum fórum við á Cannalveral höfða og í Kennedy space center. Þetta var ekkert smá flott. Fórum í skoðunarferð með rútum sem keyra um svæðið. Og þvílík þjónusta sem unglingurinn fékk. Það voru sérhannaðar rútur með lyftum fyrir hjólastóla og alltaðar þar sem við komum var fólk boðið og búið að hjálpa til. Sáum síðan þegar geimflaug var skotið upp í loft.
Á þriðjudeginum kíktum við í Florida mall sem er voða fínt og var mikið skoðað. Á miðvikudeginum var síðan farið í Magic kingdom í Disneyworld. Var það mikið sport. Mikið skoðað og þvílíkt flott allt saman. Þegar við vorum að labba inn í tomorrowland kom ruslatunna á móti okkur og byrjaði að tala við Unglinginn. Hann hló ekkert smá mikið af þessu enda var þetta ekkert lítið fyndið. Fórum í eitt tæki og vá hvað það var gaman. Horfðum á skrúðgönguna og síðan hittum við Mikka og Mínu, Bangsimon og Tuma tígur. Mikið skoðað og mikið fjör.
Tókum síðan næsta dag rólega, nutum sólarinnar og sundlaugarinnar. Unglingurinn og pabbi sáu krókódíl og eðlur. Ekkert smá flott.
Á föstudeginum fórum við í Universal studios og adventure land. Og vá það var ekkert smá flott. Hittum fullt af teiknimyndapersónum og voru strákarnir ekkert lítið ánægðir með það. Hittu meðal annars Simpson fjölskylduna, Scooby doo og Shaggy, Alex og mörgæsirnar í Madagaskar, Bjarna risaeðlu, Dóru og Jimmy Neutron, Spiderman og Shrek, Fionu og Asnann svo fáir séu nefndir. Fórum í nokkur tæki og var það mikið fjör. Mæli sko með þessum garði.
Síðustu dagana skoðuðum við okkur um, fórum á Flóamarkað svo fátt eitt sé nefnt.
Komum heim á miðvikudagsmorguninn 23. apríl þreytt og sæl með frábæra ferð. Núna fer maður bara að safna fyrir næstu flórida ferð því maður á enn eftir að skoða svo margt.
Held að þetta sé nóg í bili.
Knús á alla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ohhh ég fékk alveg flash back. Frábært að fara svona. Við fórum með strákana fyrir 2 árum og þeir lifa ennþá á því. Rosalega er gaman að sjá hvað þið skemmtuð ykkur vel, mér finnst þetta snilldarbatterý þetta vildarbörn, enda gef ég alltaf í sjóðinn þegar ég ferðast. Akkurat til þess að heyra svona yndislegar sögur.
Knúsaðu prinsana þína frá mér dúllan mín. Til hamingju með vel heppnaða ferð.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:33
Vá Bergdís mín gaman að heyra að þið skemmtið ykkur vel
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 08:40
Gott að þið skemmtuð ykkur vel þrátt fyrir byrjunarerfileika. Góða helgi Bergdís mín
Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.